Episodi
-
Gréta Hlöðversdóttir er ein af konunum á bak við íslenska hönnunarmerkið As We Grow sem var stofnað árið 2012 . Gréta hefur skemmtilega sögu að segja, talar reiprennandi spænsku eftir dvöl í Barcelona og það nýtist henni í framleiðslu samskiptum við saumastofu AWG í Perú. Meira í þætti dagsins.
-
Hildur Yeoman er einn okkar allra fremsti fatahönnuður og hefur verið það í áraraðir, frumkvöðull og fyrirmynd sem hefur byggt upp eigið vörumerki og rekið verslun samhliða. Hún hefur klætt íslenskar og erlendar gyðjur af öllum stærðum og gerðum.
-
Íslenski fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir blómstrar í sínu fagi um þessar mundir, hún hefur vakið verðskuldaða athygli frá allra stærstu tískumiðlunum eins og t.d. Vogue. Sól býr og starfar í London en ég náði að plata hana í morgunbolla í heimsókn sinni á Íslandi.
-
Ása Ninna er manneskja með einstaka útgeislun. Hún hefur átt mörg líf eins og hún orðar það sjálf. Uppalinn á Selfossi, búið lengst af í 101 Reykjavík þar sem hún rak eina vinsælustu fataverslun landsins um langt skeið, í dag þekkjum við hana best sem fjölmiðlakonu en það er aldrei að vita hvað hún tekur sér næst fyrir hendur
-
Rós Kristjánsdóttir fæddist og bjó erlendis til 14 ára aldurs, hún vann mikið sem módel á unglingsárum og ætlaði sér svo að feta sömu leið og pabbi sinn sem er mannfræðingur. Lífið tók aðra stefnu og er hún í dag gullsmiður og annar eigandi skartgripamerkisins Hik og Rós.
-
Helgi Ómarsson er gull af manni - ljósmyndari, áhrifavaldur, útvarpsmaður, tískutöffari, aktívisti, fyrirtækaeigandi, hlaðvarpsstjarna, yogi og fleira og fleira. Kynnumst hlýja og góða Helga í þætti dagsins.
-
Hildur Vala hefur bókstaflega skotist uppá stjörnuhimininn og fer nú með hlutverk Elsu á fjölum Þjóðleikhússins. Hún á framtíðina fyrir sér en fór afar áhugaverða leið við að velja sér þennan starfsvettvang.
Styrktaraðilar Morgunbollans:
- TM - nýjasta varan þeirra, Fjölskylduleiðin, er kjörin fyrir barnafjölskyldur.
- H verslun - með kóðanum "morgunbollinn" fáið þið 20% afslátt á hverslun.is.
- Sjöstrand - með kóðanum "morgunbollinn" fáið þið 15% afslátt á sjöstrand.is -
Elísabet Alma er mikill fagurkeri - hvort sem litið er til lista, tísku eða innanhúshönnunar. Hún er eigandi og stofnandi Listval.
Styrktaraðilar Morgunbollans:
- TM - nýjasta varan þeirra, Fjölskylduleiðin, er kjörin fyrir barnafjölskyldur.
- H verslun - með kóðanum "morgunbollinn" fáið þið 20% afslátt á hverslun.is.
- Sjöstrand - með kóðanum "morgunbollinn" fáið þið 15% afslátt á sjöstrand.is -
Helga Ólafs hefur komið víða við, hún stofnaði barnafatamerkið iglo+indi sem náði eftirtektarverðum árangri. Í dag er hún stjórnandi Hönnunarmars hátíðarinnar.
Styrktaraðilar Morgunbollans:
- TM - nýjasta varan þeirra, Fjölskylduleiðin, er kjörin fyrir barnafjölskyldur.
- H verslun - með kóðanum "morgunbollinn" fáið þið 20% afslátt á hverslun.is.
- Sjöstrand - með kóðanum "morgunbollinn" fáið þið 15% afslátt á sjöstrand.is -
Ellen Lofts er einn af okkar allra færustu stílistum og er ávallt með puttann á púlsinum. Hún hefur upplifað margt magnað á sínum ferli bæði hérlendis og erlendis.
Styrktaraðilar Morgunbollans:
- TM - nýjasta varan þeirra, Fjölskylduleiðin, er kjörin fyrir barnafjölskyldur.
- H verslun - með kóðanum "morgunbollinn" fáið þið 20% afslátt á hverslun.is.
- Sjöstrand - með kóðanum "morgunbollinn" fáið þið 15% afslátt á sjöstrand.is -
Sigga Soffía er margverðlaunaður listamaður og er óhrædd að flakka á milli mismunandi listforma - dans, leikhús, vöruhönnun, matur, flugeldasýningar ..
Sigga Soffía er höfundur bleiku slaufunnar 2024, en hún hefur sjálf sigrast á Krabbameini.
Morgunbollinn er í boði H verslun - með kóðanum "morgunbollinn" fáið þið 20% afslátt á hverslun.is. -
Sigríður Ágústa er ungur hæfileikaríkur fatahönnuður sem fer sínar eigin leiðir. Hún hefur m.a. unnið náið með tónlistarkonunni Bríeti og skapað eftirminnilegar flíkur og búninga með henni.
Morgunbollinn er í boði H verslun - með kóðanum "morgunbollinn" fáið þið 20% afslátt á hverslun.is. -
DJ Dóru Júlíu er margt til listanna lagt. Hæfileikabúnt með risa stórt bros og áberandi stíl, óhrædd við að fara nýjar leiðir og púllar það alltaf.
Morgunbollinn er í boði Sjöstrand og H verslun - með kóðanum "morgunbollinn" fáið þið 20% afslátt á hverslun.is. -
Maja Mist er ung kona á uppleið. Hún er markaðsmanneskja, frumkvöðull og hefur bæði heillandi stíl og persónuleika.
Morgunbollinn er í boði Sjöstrand og H verslun - með kóðanum "morgunbollinn" fáið þið 20% afslátt á hverslun.is. -
Lína Birgitta er mikill frumkvöðull og fagurkeri. Hún er stofnandi og eigandi fatamerkisins Define the Line, sem sérhæfir sig í þæginlegum gæða æfingafatnaði. Með dugnaði sínum hefur hún náð ótrúlegum árangri með merkið og stefnir enn hærra.
-
Anna Margrét Gunnarsdóttir er einstaklega litríkur og skemmtilegur karakter og fatastíll hennar endurspeglar þessa gleði. Hún er stofnandi fyrirtækisins Altso sem sérhæfir sig í samskiptaráðgjöf til fyrirtækja og hefur margra ára reynslu af störfum sínum fyrir sænska tísku-móðurskipið H&M.
-
Hulda Katarína hefur vakið athygli fyrir heillandi stíl og dugnað í starfi sínu í tískuvöruverslunum, nú síðast í Andrá. Hún tók nýlega stökkið og einbeitir sér nú alfarið að eigin rekstri, Klei Atelier.
-
Eva Dögg Rúnarsdóttir frumkvöðull og stofnandi Rvk Ritual. Eva er áhugaverð á svo marga vegu, nær að tvinna saman tísku, andlega og líkamlega heilsu á svo heillandi og eðilegan hátt.
-
Listakonan Saga Sig er tískudrottning, hæfileikabúnt og sannkallaður lífskúnstner. Yfir morgunbollanum fórum við yfir hennar bakrunn og snertum á tísku, heilsu og listum og svo miklu miklu meiru spennandi ...
-
Morgunbollinn er mikilvægasti bolli dagsins og ég hlakka til að deila honum með ykkur.