Episodi
-
Mánudagur 20. janúar
Vigdís, Valhöll, vopnahlé, kosningaklúður og börn á flótta
Við byrjum á smá yfirferð yfir þættina um Vigdísi en fáum svo Jón Gunnarsson, fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, til að ræða formannskjör og Landsfund. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir á ekki hans stuðning sem formannsefni. Qussay Odeh íslensk-palestínskur aktivisti fer yfir stöðuna í upphafi vopnhlés. Kristján Sveinbjörnsson, umboðsmaður Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi, hefur tekið saman nýtt minnisblað og sent landskjörstjórn vegna ágalla við síðustu þingkosningar. Síendurteknar brotalamir grafa undan trausti. Morgané Priet-Mahéo stjórnarkona samtakanna Réttur Barna á flótta segir að flóttabörn glími við margvísleg vandamál vegna lítils opinbers utanumhalds. -
Sunnudagurinn 19. janúar:
Synir Egils: Virkjanir, verkfall, valdaskipti og vopnahlé
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Ragnheiður Ríkarðsdóttir fyrrum bæjarstjóri og þingmaður, María Rut Kristinsdóttir þingkona og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og ræða fiskeldi, virkjanir, yfirvofandi verkfall kennara, átök og frið. Þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Stefán Pálsson borgarfulltrúi ræða valdaskiptin í Bandaríkjunum og vopnahlé á Gaza. -
Episodi mancanti?
-
Viðar Halldórsson í frábæru samtali um samfélagið og nýju bókina hans „Sjáum samfélagið“.
Rætt var um mikilvægi félagslegra tengsla, um varhugaverða þróun samfélagsins að undanförnu. Mögulegar orsakir aukins kvíða, einmanaleika, kulnunar og jafnvel siðrofs.
Rannsóknir hafa sýnt fram á það að það sem veitir fólki mestu lífshamingjuna eru ekki veraldlegir hlutir eða velsnægtir heldur frekar þau félagslegu tengsl sem við myndum yfir ævina, við okkar nánustu, nærsamfélagið og samfélagið í heild sinni.
Það er mikilvægt að staldra annað slagið við og spyrja okkur hvert samfélagið er að þróast. Fiskar í vatni geta átt erfitt með að átta sig á því að þeir séu í vatni. Og hvert vatnið gæti verið að taka þá.
Þetta og fleira á Samstöðinni klukkan 20:00 í kvöld! -
Laugardagur 18. janúar
Helgi-spjall: Pétur Guðjónsson
Pétur Guðjónsson húmanisti, rithöfundur, stofnandi Flokks mannsins og maðurinn sem tók Fidel Castro í bakaríið á sínum tíma, er gestur Björns Þorláks í Helgi-spjallinu þessa vikuna. Pétur ræðir lífssögu og viðhorf, slys í bernsku sem breytti hugmyndum hans og námskeiðin sem hann heldur enn og standa almenningi opin. -
Föstudagur 17. janúar
Vikuskammtur: Vika 3
Gaza, Hvammsvirkjun, frönsk kvikmyndahátíð, Bárðarbunga og fleira verður til tals í Vikuskammtinum að þessu sinni. Það eru þau Margrét Baldursdóttir, túlkur og Þórir Hraundal, prófessor HÍ, sem ræða fréttir vikunnar við Maríu Lilju. -
Fimmtudagur 16. janúar
Samtakamáttur, hjólabúar, sálfræðingar og Pusswhip
Við hefjum leika á þremur Seyðfirðingum hjá Oddnyju Eir sem segja okkur frá baráttu íbúa Seyðisfjarðar gegn áformum um sjóakvíaeldi. Þetta eru þau Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari Benedikta Guðrún Svavarsdóttir og Magnús Guðmundsson. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, baráttukona og hjólabúi missti allt sitt í bruna og ræðir við mig um áfallið og stríðið við borgina sem ekkert hefur aðhafst. Hans Hektor Hannesson, sálfræðingur ræðir um kjaramál stéttarinnar nú þegar samningar eru lausir. Þórður Ingi Jónsson, Lord Pusswhip tónlistarmaður ræðir LA lífið, tónlistina og allt þar á milli. -
Fimmtudagur 16. janúar
Sjávarútvegsspjallið - 35. þáttur
Grétar Mar, Ólafur (ufsi) Jónsson og Jón Kristjánsson fiskifræðingur ræða vinnubrögð Hafrannsóknarstofnunar og aðgerðaleysi stjórnvalda. -
Miðvikudagur 15. janúar
Vopnahlé, reynsluboltar, Carbfix, handbolti og hótanir
Í tilefni nýrra frétta um að vopnahlé verði jafnvel tilkynnt í Quatar í kvöld ræðir María Lilja við Dr. Kristján Þór Sigurðsson, mannfræðing og kennara í HÍ um þýðingu vopnahlés á Gaza. Þau ræða síðan um pólitík, kjör eldri borgara, lífið eftir vinnu og fleira við Sigurjón Magnús Egilsson, þau Kristín Ástgeirsdóttir fyrrum þingkona, Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri, Þorsteinn Sæmundsson varaþingmaður og Þröstur Ólafsson hagfræðingur og miðla af langri reynslu og innsýn. Íbúar í Hafnarfirði hafa margir sameinast í andstöðu við stórfellda iðnaðar-uppbyggingu nálægt íbúahverfum. Áformin hafa tekið stökkbreytingum og fjarlægast æ meir vilja almennings. Við fengum tvo íbúa til að koma og lýsa sínu sjónarhorni og segja okkur frá því sem hefur verið kallað Carbfix-klúðrið, þau Björg Helga Geirsdóttir, leikskólastjóri og Davíð Arnar Stefánsson, sjálfbærnifulltrúi Lands og skógar útskýra hvernig hagsmunir íbúa hafa ítrekað verið hundsaðir.Það hefur ekki farið framhjá mörgum Íslendingnum að HM í handbolta hefst á morgun. Einar Jónsson handboltaþjálfari fer yfir stöðuna og spáir í gengi strákanna okkar í spjalli við Björn Þorláksson sem er mikill áhugamaður um handbolta. Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar ræðir ýmis umhverfismál og þar á meðal að tugir skemmtiferðaskipa hóta að hætta við komu til landsins vegna innviðagjalds. -
Þriðjudagur 14. janúar
Brottvísun barns, leigjendur, stjórnarskráin, kennaranámið og veikindadagar
Lítil stúlka og fjölskylda hennar standa nú frammi fyrir brottvísun til Venesúela eftir tvo daga þrátt fyrir að stúlkan sem er þriggja ára þurfi á flókinni læknisaðgerð að halda sem framkvæma á hér á landi í febrúar. Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, spjallar við Maríu Lilju um málefni flóttafólks. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtaka Íslands tekur stöðuna í málefnum leigjenda við stjórnarskipti og ræðir um sérlega ósanngjarna skattheimtu sem á sér enga líka. Þór Martinsson, sagnfræðingur og verkefnisstjóri ráðstefnu um stjórnarskrána segir okkur frá dagskrá ráðstefnunnar sem haldin verður um helgina og af hverju mikilvægt er að ræða stjórnarskrána í þessu samhengi núna. Jón Pétur Zimsen, skólamaður og þingmaður, vill stytta kennaranám úr fimm árum í þrjú. Hann telur unnt að bæta gæði kennara og greiða þeim hærri laun fyrir skemmri námstíma.Veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar er 8,7% að meðaltali hvern einasta vinnudag ársins á sama tíma og veikindahlutfall er 2,5 prósent á mannauðs- og umhverfissviði borgarinnar. Fyrrum þingmaður og borgarfulltrúi, Vigdís Hauksdóttir, vill rannsókn. -
Sunnudagurinn 12. janúar:
Synir Egils: Verkefni ríkisstjórnar, kjör, vextir og Sjálfstæðisflokkurinn
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Jovana Pavlović mannfræðingur, Ragnar Þór Ingólfsson þingmaður og Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og ræða vettvang dagsins og stöðu samfélagsins. Þeir bræður taka stöðuna á pólitíkinni. Þorvaldur Logason félagsfræðingur, Jón Kristinn Snæhólm stjórnmálafræðingur og Vilhjálmur Egilsson fyrrum þingmaður ræða síðan stöðu Sjálfstæðisflokksins, hvað sá flokkur hefur verið, er og getur orðið. -
Í Rauðum raunveruleika kvöldsins fjöllum við um aðgerðir Eflingar gegn gervistéttarfélaginu Virðingu, um fasista og nýnasista á Twitter, um Elon Musk, stéttabaráttu, falsfréttir, áróður og um eðli fasismans.
Trausti Breiðfjörð Magnússon og Ægir Máni Bjarnason tala við Karl Héðinn Kristjánsson í Rauðum raunveruleika kl. 20:00. -
Laugardagur 11. janúar
Helgi-Spjall: Ragna Sigrún Sveinsdóttir
Ragna Sigrún Sveinsdóttir, leiðsögumaður og lektor emerita segir okkur frá pælingum sínum um keltnesk áhrif á Íslandi og um allan heim, hún hefur um árabil ferðast um landið og heiminn og séð ólík upprunaeinkenni birtast í tengslum við skipulag, ástríðu, listir og stríð ... Hún bjó lengi í París og segir okkur frá lífinu þar og á Víkingavatni í æsku, frá áhrifavöldum lífs síns, rannsóknum á þróun tungumála og vináttunnar. -
Föstudagurinn 10. janúar
Vikuskammtur: Vika 2
Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Svala Magnea Ásdísardóttir formaður Málfrelsis, Margrét Örnólfsdóttir kvikmyndahöfundur, Elín Oddný Sigurðardóttir teymisstjóri Virknihúss og Sigtryggur Baldursson trommari og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af afsögn, yfirgangi, stjórnmálafólki á útleið og öðrum á leið til valda. -
Fimmtudagur 9. janúar
Grimmi og Snar - #32 Athygli er orka 👁️👁️
Hlustið á þennan snilling, danskennara Grimma og Snar 🩰 Dansþerapistann Tómas Odd Eiríksson höfund Yoga Moves
🦶🏽🫱🏽🫲👋🏼🤘🏽👐 -
Los Angeles brennur; Jakob Frímann Magnússon, fyrrum þingmaður og tónlistarmaður er sérfræðingur í málefnum borgarinnar sem aldrei sefur, nema kannski á verðinum yfir loftslagsvánni ræðir stórbrunann og afleiðingar hans við Maríu Lilju. Þá taka við þau Oddný Eir og Jón Helgi Þórarinsson, tölvuleikjasmiður sem áður bjó í Grænlandi hvar eiga sér nú stað miklar vendingar í pólitíkinni varðandi sjálfstæði þjóðarinnar. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri, Gunnlaugur Briem trommari og tónskáld og leikararnir Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors ræða jólasýningu Þjóðleikhússins, Yermu, erindi verksins og umfjöllunarefni. Helga Arnalds og Sólveig Guðmundsdóttir segja okkur frá þverfaglega tilraunabrúðuleikhúsinu Tíu fingur sem setur á svið heilandi og má segja terapískar leiksýningar fyrir börn og fullorðna, nú síðast Líkaminn er skál í Tjarnarbíói en Tíu fingur fagna nú tíu ára afmæli með áhugaverðri dagskrá sem snertir mörg ólík svið lífs, lista og fræða.Í lokin koma Ólafur J. Engilbertsson menningarmiðlari og Kári Schram kvikmyndagerðarmaður og segja okkur frá Samúel Jónssyni og verkum hans, byggingum og líkneskjum sem finna má í Selárdal.
-
Fimmtudagur 9. janúar
34. þáttur - Smábátaeigendur
Grétar Mar Jónsson ræðir við Artúr Bogason, formanns Félags smábátaeigenda um áform nýrrar ríkisstjórnar. -
Miðvikudagur 8. janúar
Arfleið Bjarna Benediktssonar
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilsson fá gesti til að ræða arfleið Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði af sér þingmennsku á mánudaginn. Fyrst koma Þórður Gunnarsson hagfræðingur, Marinó G. Njálsson tölvunarfræðingur og Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona og ræða Sjálfstæðisflokkinn undir Bjarna, hvernig flokk tók hann við og hver er flokkurinn í dag. Gunnar Smári ræðir síðan við Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóra Vísbendingar um ríkisfjármálin og efnahagsmálin undir Bjarna. Í lokin fær Sigurjón gesti til að ræða um spillingu á tíma Bjarna; Atli Þór Fanndal upplýsingafulltrúi, Þór Saari fyrrverandi þingmaður, Birgitta Jónsdóttir og Björn Þorláksson blaðamaður meta áhrif Bjarna á siðferði í stjórnmálum. -
Þriðjudagur 7. janúar
Sprúttsalar, Færeyjar, loftlagsmál, umhverfi og byggðamál
Vegna hávaða af framkvæmdum er þáttur kvöldsins snöggsoðinn (og í sumum viðtölum má heyra bornið í fjarska). Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi ræðir ólöglega áfengissölu og siðlausa áfengisframæleiðendur og Carl Jóhan Jensen rithöfundur segir fréttir fra Færeyjum, títt af bókmenntum og pólitík. Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands auglýsir eftir fleiri talsmönnum umhverfisverndar og Andrés Skúlason ræðir umhverfis- og byggðamál. -
Mánudagur 6. janúar
Bjarni, veður, leikhús, þrettándinn, Carter
Við byrjum á að ræða frétt dagsins, afsögn Bjarna Benediktssonar. Og ræðum síðan veðrið við Trausta Jónsson veðurfræðing. Förum á Köttur á heitu blikkþaki og ræðum sýninguna við aðstandendur: Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og leikararnir Sigurður Ingvarsson, Hilmir Snær Guðnason og Ásthildur Úa Sigurðardóttir ræða grimm samskipti og leyndarmál. Eru jólasveinar byltingarmenn? Þjóðfræðingarnir Jón Jónsson, Dagrún Ósk Jónsdóttir og Kristinn Schram ræða þjóðfræði þrettándans og ýmsa forna og samtíma galdra. Í lokin segir Tjörvi Schiöth okkur frá Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem lést nýverið í hárri elli. - Mostra di più