Episodi
-
Í þessum þætti af Sjókastinu ræðir Aríel við Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra – og manninn sem að eigin sögn, og að mati margra, forðaði Íslandi frá því að ganga í Evrópusambandið.
Jón rifjar upp hvernig hann leiddi baráttuna fyrir yfirráðum Íslendinga yfir makríl í eigin lögsögu og segir frá því hvernig þessi ákvörðun, ásamt hans eigin röggsemi, hafi orðið vendipunktur – bæði í utanríkisstefnu þjóðarinnar og í endurreisn íslensks efnahags eftir hrun.
Við förum yfir feril hans, átökin innan ríkisstjórnar og klofningana innan ríkisstjórnar eftirhrunsáranna – og veltum því fyrir okkur hvort þjóðin hafi verðlaunað hann eða refsað fyrir það að fylgja eigin sannfæringu.
Þetta er þáttur um óvinsælar ákvarðanir, þjóðhagslegan þrekleik og þann kostnað sem fylgir því að segja „nei“.
-
Í þessum þætti af Sjókastinu hittum við Guðmund Kristjánsson, útgerðarmann og forstjóra Brims. Guðmundur ræðir æskuárin á Rifi, hvernig hann fetaði sín fyrstu skref í íslenskum sjávarútvegi og hvernig hann byggði upp eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins.
Við komumst að því hvernig ungi og hlýðni drengurinn frá Rifi breyttist í stórútgerðarmann með sterkar skoðanir og skarpa sýn á framtíð greinarinnar. Guðmundur fer óhræddur í afstöðu sína gagnvart stjórnvöldum og þekkingarskort þeirra á sjávarútvegi og fiskveiðum og segir sína skoðun hispurslaust.
Þátturinn er opinská og kraftmikil umræða um sjávarútveginn og þar duga engin vettlingatök. Guðmundur talar tæpitungulaust um áskoranir greinarinnar og hvernig hann sér framtíð útgerðarinnar þróast.
Hlustaðu á þáttinn og kynnstu Guðmundi Kristjánssyni frá nýju sjónarhorni – bæði sem einstaklingi og stórútgerðarmanni.
-
Episodi mancanti?
-
Í þessum þætti af Sjókastinu hittum við Hauk Hólm, fréttamann sem á ævintýralegt lífshlaup að baki. Haukur hefur lengi verið þekktur fyrir beinskeyttan fréttaflutning og skarpa sýn á íslenskt samfélag en í dag skyggnumst við inn í persónulegri hliðar hans.
Við ræðum um líf hans á sjó, bæði í æsku þegar hann réri sem unglingspiltur og síðar þegar hann sigldi skútum á fullorðinsárum. Haukur deilir með okkur sögum frá sjómennskuárum sínum, hvað leiddi hann á braut fréttamennsku og hvernig tengingin við sjóinn hefur mótað hann sem persónu.
Þetta er viðtal fullt af innsýn, hugleiðingum og hlýlegum sögum af lífsreynslu Hauks.
-
Í þessum hressilega "skemmtiþætti" ræðir Aríel við Ágúst Halldórsson vélstjóra, fjölskyldumann og hrekkjalóm úr Vestmannaeyjum. Við förum yfir lífið og tilveruna í Eyjum, uppátækin sem Ágúst hefur dundað sér við í gegnum tíðina og ævintýri sem margir myndu hugsa sig tvisvar um áður en þeir létu verða af – eins og þegar hann reri algjörlega óvart á kajak út í Surtsey. Það var mikið hlegið í þessum þætti og það er líklega erfitt að hlusta án þess að glotta.
-
Í þessum þætti af Sjókastinu ræðum við við Árna Sverrisson, formann Félags skipstjórnarmanna.
Baráttu sjómanna fyrir betri kjörum
Við förum yfir:
Muninn á lífinu á nýjustu togurum og skipum fortíðar
Hlutverk hvalveiða í íslenskum sjávarútvegi
Kosti og galla fiskveiðistjórnunarkerfisinsLifandi, opinskátt og fræðandi samtal um fortíð, nútíð og framtíð sjómennsku á Íslandi.
Njótið og gerist áskrifendur til að missa ekki af fleiri þáttum! -
Í þessum einlæga og opinskáa þætti af Sjókasti ræðir Aríel við Svandísi Svavarsdóttur, fyrrverandi matvælaráðherra með meiru. Hún segir okkur frá sínu lífshlaupi – allt frá uppvexti og mótandi æskuárum til baráttu við persónuleg áföll og álagsmikil ár í pólitík.
Við ræðum pólitíska ólgusjóinn, ákvarðanir sem kosta og reynsluna af því að vera í eldlínunni. Sjávarútvegurinn, umhverfismál, heilbrigðiskerfið og gildin sem drífa hana áfram fá einnig sitt pláss í þessu áhrifaríka viðtali.
Svandís opnar sig um sársauka og styrk, sorg og von – og sýnir okkur að baki stjórnmálakonunni býr kona með hjarta, húmor og óbilandi eldmóð.
Framleiðsla, klipping, hljóð og ljós: Arnar Steinn Einarsson -
Í þessum þætti af Sjókasti ræðir Aríel við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., um ævi hans og störf, hvalveiðar, togstreitu við stjórnvöld og fjölmiðla, framtíð sjávarútvegsins og hvað knýr hann áfram eftir áratugi í eldlínunni. Hver er maðurinn á bak við fyrirsagnirnar?