Episodi
-
GJAFALEIKUR!!
í þættinum kemur í ljós hvað þarf að gera til að vinna
Verðlaun eru:
1. Bushnell fusion X sjónauki
2. 15 pakkar fiocchi 42gr nr.3 (græna gullið)
Annars er þetta léttur upphitunarþáttur fyrir komandi tímabil, þar sem farið er yfir gæsaveiðina framundan og fl. vonandi að þið njótið.
-
Fengum til okkar góða gesti að austan, Guðmund Vigni og Jón Hilmar, Guðmundur heldur einnig út snapchat reikning sem við höfum gaman að fylgjast með, er að sýna frá veiði og öllum fjandanum undir gummivignir, endilega kíkið á það hjá kauða !
við förum aðeins yfir veiðina hjá þeim félögum og þar má helst nefna helsingja veiði ásamt ýmsu öðru
njótið !
styrktaraðillar þáttarins eru:
Veiðihúsið Sakka
Hiss.is
Aventura Iceland
og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn
-
Episodi mancanti?
-
Við förum yfir liðið ár
-
Nú er það að skella á !! gæsatímabilið er að byrja og ákváðum við að setja í einn þátt til að hita aðeins upp fyrir tímabilið !
-
Við fengum Heiðar Sveinsson til okkar í þáttinn í dag. Hann er einn af okkar fremstu Labrador retriver ræktendum í dag. við köfuðum djúpt í retriver þjálfun, ræktun og veiði með þeim og öllu sem því tengist. Ef þú hefur áhuga á því að vinna með hundum þá er þetta þáttur fyrir þig ! Heiðar er með ræktunina Heiðarbóls labrador og hefur hann búið til nokkra veiðimeistara.
bendum áhugasömum að kíkja á retriver deildina, finnið hana á facebook, Einnig heimasíðuna retriver.is
námskeið og fleira er hægt að finna hjá kolkuós labrador og hrafnsvik.is
Styrktaraðilli þáttarins er Veiðihúsið Sakka og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn !
-
Aftur fáum við gesti sem koma langt að. Í þessum þætti fengum við í heimsókn Northwest Game að Norðan og fórum yfir þeirra mál og veiðiskap. Þeir eru að sýna frá sínum veiðum á instagram undir Northwest game og hvetjum við fólk að kíkja á síðuna hjá þeim og fylgjast með þeirra veiðum !
Styrktaraðilli þáttarins er Veiðihúsið Sakka og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.
-
Fengum til okkar hinn eina sanna Veiðimeistara Sigurð aðalsteinsson til okkar í spjall og að skóla okkur aðeins til í hreindýraveiðum. Þessi maður hefur nú heldur betur reynslu af hreindýrum og veiði á þeim enda verið í leiðsögn frá árinu 1991. En endilega fylgið honum á Instagram undir Veiðimeistarinn.
styrktaraðilli þáttarins er Veiðihúsið Sakka og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.
-
Í þessum þætti fengum við til okkar Nátturubarnið Tómas Einarsson. Tómas Hefur komið víða við í veiðiheiminum og fengum við að lýta aðeins inn í hans veiðiferil
Styrktaraðilli þáttarins er Veiðihúsið Sakka og Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðinginn
ef þig langar að styrkja þáttinn þá endilega hafa samband á [email protected]
-
Í þessum þætti förum við yfir víðan völl, förum aðeins út í minkaveiðar og minkagildrur, heyrðum aðeins í Ívari Karl og fengum stöðuna fyrir austan með komandi hreindýravertíð.
Styrktaraðilli þáttarins er Veiðihúsið Sakka og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn !
-
Þessa vikuna fengum við góðan vin og veiðifélaga Guðjón Þórsson í heimsókn. Guðjón hefur verið að veiða með okkur núna í nokkur ár og má segja að hann sé maðurinn á bakvið tjöldin, flestir sem hafa fylgst með okkur á samfélagsmiðlum hafa nú sennilega séð hann í bakgrunninum og urðum við hreinlega að fá hann í spjall og ræða hin helstu mál hvað varðar veiði á gæs og svo mögulegar friðunaraðgerðir á grágæs sem okkur heyrist allt stefna í eftir samtal okkar við Áka Ármann.
Styrktaraðilli þáttarins er Veiðihúsið Sakka og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðinginn.
-
Við fengum til okkar Formann Skotvís, Áka Ármann í gott spjall. það er ekki hægt að segja annað en að maður hafi gengið talsvert fróðari út úr þessu viðtali.
Við fórum um víðan völl og þökkum við Áka kærlega fyrir að berjast fyrir hagsmunum okkur veiðimanna !
Styrktaraðilli þáttarins er Veiðihúsið Sakka.
-
dratt(h)ali, lágfóta, melrakki, skolli já eða bara Tófa. Við félagarnir ræðum upphafið á grenjavinnslunni hjá okkur.
styrktaraðili þáttarinns er Veiðihúsið Sakka.
-
Hverjir kannast ekki við Hafliða frá Ármótum. Við fórum í heimsókn til hans í Ármót og var það stórkostleg upplifun. hefðum við sennilega getað setið þar og tekið upp 7-8 þætti en látum einn duga í bili ! Við þökkum Hafliða kærlega fyrir höfðingslegar móttökur.
Styrktaraðili þáttarins er Veiðihúsið Sakka
-
Stefán Sigurðursson eða Stefán hjá Iceland Outfitters kom í spjall til okkar , við grenslumst inn í hans líf sem veiðimann og einnig sem skotveiðileyfasala og guide.
-
Fengum til okkar Kjartan Antonsson í spjall, Fórum djúpt inn í rjúpnaveiðar og hans feril á rjúpnaveiðum.
-
Í þessum þætti kynnumst við þáttarstjórendum aðeins betur, förum yfir veiðisögur, gæsaveiði og nú hvar þessi áhugi byrjaði nú hjá okkur. Birkir Mar þáttarstjórnandi hjá Hylurinn hlaðvarp var okkur innan handar og aðstoðar og fékk hann að grípa aðeins í mækinn
-
verið velkomin í fyrsta þátt af skotveiðiscastinu, við fengum til okkar Kjartan Inga Lorange í stutt spjall um líf hans tengt skotveiði. Viðmælendur eru Eggert Sigurþór og Jón Ingi