Episodi
-
Ertu Baptisti? Lúterskur? Hvítasunnumaður? Methodisti? Presbyterian(isti?)?
Afhverju eru kirkjudeildir og hver þeirra hefur rétt fyrir sér!? Gunni og Svava reyna að útskýra þessa víðu spurningu.
-
Afhverju eru ekki til techno kirkjur!? Afhverju er Orgel svona stór hluti af kirkjum? Segir Biblían eitthvað um tónlist í kirkjum, um afhverju við syngjum eða hvernig við eigum að syngja? Gunni og Svava DEMBA sér út í djúpu laugina.
-
Episodi mancanti?
-
Það er mögulega of lítið talað um þetta umræðuefni, sérstaklega í ljósi þess að Biblían leggur mikið upp úr því að vara okkur á falskennurum og falsspámönnum, en spurningin sem við fengum senda inn er þessi, hvernig vitum við hverjir eru falskennarar?
Ef þú ert með spurningu farðu endilega á www.truoglif.is og sendu inn pælingar sem þú ert með :)
-
Hvað þýðir testamenti? Hver er munurinn á Gamla og Nýja Testamentinu? Afhverju er Biblíunni skipt upp í tvo hluta? Gunnar og Svava demba sér í þessa skemmtilegu spurningu senda inn í gegnum instagram, en þú getur sent spurningu á www.truoglif.is, eða í gegnum instagram eða facebook síðuna okkar.
-
Biblían segir okkur strax í upphafi að við eigum að margfaldast, þýðir það að allir kristnir eiga að eignast börn? Góð spurning sem við fengum senda inn, Gunnar Ingi og Svava taka hana fyrir hér :)
-
Hefur þú pælt í djöflum og Satan? Einhverjir heyra þetta og hlægja, aðrir heyra þetta og muna eftir upplifinum sem þau geta ekki ótskýrt með nátturulegum hætti.
Er satan labbandi um í rauðum spandex galla með stóran gaffal eða hvað? Gunnar og Svava demba sér í að athuga hvað Biblían hefur að segja um þetta og hvernig við þurfum að vera vakandi.
Ertu með spurningar? Tékkaðu á nýju heimasíðunni okkar www.truoglif.is þar sem þú getur sent inn spurningar og skoðað annað efni sem við vonum að sé blessun fyrir þig.
-
Afhverju ættum við að lesa Biblíuna? Hversu mikilvæg er hún fyrir kristna lífið? Gunnar byrjar hægt og rólega að kenna Kristni 101, grunngildi fyrir kristna lífið.
-
Í seinustu viku kom það í ljós þegar þáttur á RÚV tók viðtal við fólk í Kringlunni að nánast enginn vissi hvað Páskar snérust um, en núna verður það útskýrt.
Nú er komið að því að ég (Gunnar) og Svava erum að undirbúa okkur fyrir ferð til Svíþjóðar þar sem Salómon okkar þarf aðgerð, megið endilega biðja fyrir því, en það þýðir því miður að við verður ekki að gera þætti næstu 3 vikur en í dag setjum við inn Íslenska kennslu um páskana sem ber titilinn “Líf í gegnum dauða” og fer yfir páska boðskapinn sem við vonum að uppörvi ykkur með því að útskýra besta boðdkap í heimi :) -
Margir koma til trúar og átta sig á því að það sem fær það hvað helst til að segja ekki frá Jesú eða vera meira opin með trúnna sína er ótti við menn eða álit annara, hvað er hægt að gera í því?
Svava og Gunni leitast hér eftir Biblíulegum svörum við hversdagslegum spurningum sem þessari :)
-
Nú hefur eitthvað verið umræða um biskupa þar sem Íslenska Þjóðkirkjan er að taka atkvæði um hver mun sinna því hlutverki í komandi framtíð, en lítið hefur verið rætt (af því sem við höfum tekið eftir), hverju einstaklingarnir trúa eða hvort Biblían hafi álit á því hver ætti að sinna biskupsstarfi.Gunni og Svava ræða þetta mál.
-
Boðorðin 10 gefa okkur boð um að heiðra foreldra, stundum getur það verið auðvelt og stundum erfitt, í dag taka Gunnar og Svava það fyrir hvernig við eigum að heiðra foreldra þegar það er erfitt.
-
Hvað er gott að hafa í huga þegar maður tekur eitt stærsta skref lífs síns? Og Hvað segir Biblían um giftingarathafnir? Gunni og Svava demba sér í spjall.
-
Hver er boðskapur jólanna, hvernig getum við munað að fagna ekki bara, heldur afhverju við fögnum? Gunnar og Svava renna yfir Biblívers sem tengjast fæðingu Jesú, hvað það þýðir fyrir okkur og hvaða fordæmi það setur fyrir okkar líf.
-
Gunni og Svava demba sér í meiri praktísku hliðina á að deila trú sinni og halda áfram að ræða umræðuefnið frá seinustu viku, her fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir nefndar og spurningar til að íhuga:
Hvað hefur Guð gefið þér ástríðu fyrir? Hvernig hefur Guð skapað þig? 1-on-1 spjall? Margmiðlun? Fyrirlestra? Búa til lista yfir 3 manneskjur sem þú vilt sjá koma til trúar, biðja fyrir þeim og leitast eftir tækifærum til að segja þeim frá Jesú.Hugmyndir fyrir fólk sem á auðvelt með að tala við fólk:
Götuviðtöl (sem dæmi https://www.instagram.com/p/C0KUJagroz8/ ) Stuttmyndir fyrir samfélagsmiðla. Leikrit Hlaðvarp Semja tónlist, byrjar hljómsveitir, framleiða tónlist sem benda á Jesú. Kenna tungumál og nýta Biblíunna. Kenna á hljóðfæri. Byrja viðburði eins og efasemdakvöld eða viðburði þar sem hægt er að spyrja spurningar um trúnna. Nýta stóra hittinga eins og menningarnótt með gjörninga eða samtöl. Tala um trúnna í Útvarpi, skólum, og félögum, jafnvel hjá þeim sem eru ósammála en leyfa þér að koma að tala. Taka þátt í kaffitrúboðinu niðri í bæ um helgar (Miðbæjartrúboð - https://www.facebook.com/groups/134531186561254 ) Byrja kaffihús? Taka þátt í skólum, mæta reglulega á sömu staðina hvort sem það er kaffihús, bakarí, klippistofa, opin hús eða hvað annað til þess að kynnast nýju fólk til að tala við. Gera skoðunarkannanir fyrir utan matvöruverslanir og annarstaðar sem byrja mögulega samræður um trú, hægt er að nota til dæmis okkar hér: https://forms.gle/rc7BEbBcmeJaXtLp9Fyrir þá sem eiga ekki auðvelt með að byrja samræður:
Bjóða fólki á samkomur... Samkvæmt okkar könnunum þá eru 10,6% af fólki sem myndi segja já eða líklega mæta ef ókunnugur aðili myndi bjóða þeim á kirkjusamkomur, en 37,5% af fólki sem myndi segja já eða líklega ef vinur myndi bjóða þeim á kirkjusamkomur. Nota samfélagsmiðla á markvissan hátt, með því að smella "like" á hluti gerir þú það að verkum að fleiri sjá efnið sem þú vilt að sjáist, með því að deila gerir þú það sama og ert mögulega að fá fólk til að hugsa um Jesú án þess að fatta það. Nýta þínar gjafir til að taka þátt í starfi annara sem eru mögulega með gjöf trúboða (Matt. 10:40-42), oftast ertu að taka þátt í svona hlutum með því að vera trúfastur meðlimur í þinni kirkju, nýta þínar gjafir, gefa peninga sem styrkir starf kirkjunar og oftast aðra trúboða í gegnum kirkjuna. -
Í þætti 58 enduðum við á leiðinlegu stefi, að mjög fáir á Íslandi virðast vera Kristnir miðað við skoðunarkönnun sem við vorum að ræða, en okkar von er ekki bara að ræða hlutina heldur spyrja hver lausnin er, og í dag er fyrsti hluti af þeim þáttum þar sem við ræðum hvernig á að deila trú sinni.
-
Því miður vorum við að díla við veikindi á heimilinu og gátum ekki tekið upp þátt en hér kemur gamall þáttur sem fer í endurspilun sem bar nafnið "Bæn og áhrif hennar"
-
Nú fyrir 2 dögum kom út grein með niðurstöðum úr skoðunarkönnun sem snérist að skoðunum Íslendinga hvað varðar trú og niðurstöðurnar eru nokkuð sjokkerandi... Mikil breyting hefur átt sér stað frá 2006 í því hvernig Íslendingar horfa á tilvist Guðs.
Gunni og Svava fara í að skoða niðurstöðurnar, pæla í hvað hefur gerst og hvað er hægt að gera í komandi framtíð.
-
Það kom góð spurning inn til okkar, en Gunni og Svava gera sitt besta að svara þessari mikilvægu spurningu: Hvernig er best að byrja að lesa Biblíuna? Eða eins og Gunnar segir: Hvernig byrjar noobi að lesa Biblíuna.
Hér er nokkrar vefslóðir sem voru nefndar í þættinum:
https://www.biblegateway.com/
https://www.blueletterbible.org/
https://enduringword.com/bible-commentary/
https://www.youtube.com/@bibleproject
En einnig er nefnt Biblíu appið sem heitir einfaldlega Bible og er gefið út af YouVersion.
-
Í seinustu viku tókum við fyrir Hjónaband, en Gunnar tekur fyrir fleiri lexíur sem við getum lært af Efesusbréfi 5 og 1. Korintubréfi 7.
-
Það var beðið okkur um að ræða aðeins um hjónabönd án þess að taka fram sérstaklega hvað, svo við ræðum eitthvað um það með þeirri von um að það sé blessun fyrir ykkur :)
- Mostra di più