Episodi
-
Eins og allir þættir sem bera vott af smá sjálfsvirðingu, erum við auðvitað með sérstakan áramótaþátt! Við förum yfir lykilatriði þess að vera gestur í áramótateiti, hvað þarf að hafa í huga við eldun kalkúns, og margt fleira.
Þetta er eins og ef Vikan með Gísla Marteini og útvarpsþátturinn Milli Mjalta og Messu ættu saman barn, útkoman yrði cirka þessi þáttur👀 🦃🎉🎇
Endilega hlustið og njótið! 🎉
-
Jú, góðir hálsar, lífið er svo sannarlega dásamlegt. Ef þið eruð í einhverjum vafa um það, gefið ykkur 2 tíma og 10 mínútur og skyggnist inn í líf Georgs Bailey og fjölskyldu hans. Ég get lofað því að vafinn hverfur út í veður og vind.
Videórekkinn fjallar að þessu sinni um meistaraverkið It’s a Wonderful Life úr smiðju Frank Capra og lýkur þar með sérstakri jólaniðurtalningu. Horfið, hlustið og leyfið jólaandanum að koma til ykkar! 🎄
-
Episodi mancanti?
-
Munaðarlaus drengur skríður óvart í poka sjálfs jólasveinsins og er fluttur til Norðurpólsins, þar sem hann er alinn upp sem álfur. Í leit sinni að sínum rétta föður leggur Álfurinn af stað í gegnum jólastafaskó, yfir bómullarjökull og yfir hafið, og loks Lincoln göngin. Framhaldið af þessari sögu fjöllum við um í sjöunda þætti Video Rekkans, dömur mínar og herrar…
🧝🏻🎅🏻ELFFFFF!!!!!!!🧝🏻🎅🏻
-
Það er desember og Clark Griswold er staðráðinn í að skapa fullkomin jól fyrir fjölskylduna sína – og gestina, bæði boðna og óboðna.
Allt um þetta, jólaundirbúninginn, jólaandann og óvænt ævintýri í nýjasta þætti Video Rekkans! -
✨ Amanda og Iris eru bæði búin að fá nóg af ástarsorg og ákveða að skipta um hús yfir jólin – önnur fer úr ensku sveitinni í til Los Angeles, hin úr borginni í notalegu sveitasæluna. 🔄 Það sem átti að vera rólegt frí verður allt annað þegar jólakrafturinn og ástin taka völdin! 💞🎄
Í þessum þætti Jóla Video Rekkans förum við yfir þessa dásamlegu og fyndnu jólamynd sem pakkar inn rómantík með slaufu. 🎁✨
-
Jack, leiðtogi Hrekkjavökubæjar, er orðinn þreyttur á hinu síendurtekna hlutverki sínu sem kóngur hrekkjavökunnar og þráir eitthvað nýtt og spennandi. Á sama tíma er Sally, sem býr undir oki skapara síns, fangelsuð af sínum eigin takmörkunum og þráir frelsi og sjálfstætt líf.
Í þessum nýjasta þætti Jóla Video Rekkans fjöllum við um þessa heillandi sögu, þar sem draumar, ævintýri og andi jólanna fléttast saman.
-
Jólamynd, ekki jólamynd, það er spurningin....reyndar ekki ef þú spyrð okkur. Frekari lýsingar óþarfi!🎄Allt þetta og meira til í þessum þætti Video Rekkans!!
-
Innbrotsþjófur frá New York lendir óvart í áheyrnaprufum fyrir bíómynd og er shanghæaður til Los Angeles, þar sem ýmislegt á eftir að gerast – eiginlega svo mikið að það er erfitt að koma því í orð. En þetta er í senn ástarsaga, reifari, jólamynd og löggumynd. Hér er á ferðinni eitt af gleymdu meistaraverkunum, ein af þessum sem allir þurfa að sjá. 🎄🤶🎅🏻Allt um þetta og meira til í þessu þætti Video Rekkans🎅🏻🤶🎄
-
Meredith Morton kemur í fyrsta sinn í jólaboð hjá fjölskyldu kærastans síns, Everett Stone. Hún er formleg, með alla hluti skipulagða og er á alla mælikvarða mjög, mjög stíf, en fjölskylda hans er eiginlega algjör andstæða.
Frá fyrstu kynnum finnst Stone-fjölskyldunni erfitt að tengjast Meredith og þessi jólaferð Meredith á eftir að draga dilk á eftir sér.Hér er fyrsti þáttur sérstakrar jólaseríu Video Rekkans🎅🏻🤶🎉
-
200 árum eftir atburði Alien 3 er Ripley endurlífguð með klónatækni og hefur nú ofurkrafta.
Það er sem táningsdrengur hafi fengið frjálsar hendur að skrifum handritsins og svo hafi einhver ákveðið að fá franskan listrænan leikstjóra til að taka við leikstjórninni. Það er smá snilld í gangi, smá ekki, og eitthvað þarna mitt á milli.
Þetta er síðasta skipti hingað til sem Sigourney Weaver fer í hlutverk Ripley, en 100% síðasti þáttur Video Rekkans um hina hávöxnu og hæfileikaríku Sigourney Weaver.
-
Frægur réttarsálfræðingur sem sérhæfir sig í hegðun raðmorðingja verður fyrir hræðilegri árás frá einum slíkum og þróar í kjölfarið með sér víðáttufælni, sem heldur henni föngnum í eigin íbúð. Þegar nýr raðmorðingi byrjar að herma eftir glæpum fyrri morðingja, neyðist hún, þrátt fyrir eigin ótta, til að aðstoða lögregluna við að upplýsa málið.Hér er á ferðum ein af gleymdum mini smellum níunnar, svo er bara spurning hvort hún hefði kannski bara átt að gleymast....🤷
-
Dave er venjulegur maður sem lendir óvart í hlutverki forseta Bandaríkjanna eftir að alvöru forsetinn, sem er tvífari hans, fær heilablóðfall. Fyrst hélt hann að þetta yrði auðvelt – bara að brosa og veifa – en fljótlega kemst hann að því að vika getur verið ansi langur tími í pólitík.
Klassísk snemm-níutíu bíósmellur sem gæti hafa fallið í gleymskunnar dá! Hér er mikil pólitík, mikil sál, smá ást, margar snyrtilegar grasflatir, mikið af mahóní og síðast en ekki síst mikil gleði!
-
Ung kona á uppleið í New York. Hér eru axlapúðar, mikið hár, mikið af litum, mikið af hjartaknúsurum, mikið af undirfötum, mikið af svikum. Hér fær áttundi áratugurinn að skína sínu allra skærasta.
👩❤️💋👨Allt þetta og meira til í þessum þætti Video Rekkans.👩❤️💋👨
-
Þetta er saga konu sem fer til Afríku til að rannsaka górillur. Hún verður vinur górillanna, en óvinur alls samfélagsins í kringum sig.
Hér er vinátta, mannlegur harmleikur, skrítnar þráhyggjur, kurteisir Bretar, nýlendustefnan, górillur - bæði vélknúnar og af holdi og blóði. 🐵🎥Hér er ein af neglum áttunnar, en spurningin er bara, hefur hún elst vel…?🎥🐵 -
Ellen Ripley snýr aftur til plánetunnar þar sem áhöfn hennar lenti í sinni verstu martröð, nú með sveit hermanna að vopni.
Sigourney Weaver tekst á við sitt íkonískasta hlutverk ferilsins.
Hér er tekist á við tilfinningar móðurhlutverksins, nýjar klippingar, vindlar nagaðir og mikið af blótandi hermönnum.
-
Dana Barrett er bara venjuleg ung kona á uppleið í New York þegar íbúðin hennar verður að miðstöð yfirnáttúrulegra atburða. Henni til happs hafir ungir frumkvöðlar nýverið stofnað fyrirtæki sem gæti mögulega aðstoðað hana.
Hér eru litaðar sokkabuxur, stór permanet, skrítnar kynferðislegar fantasíur og margt margt fleira.
Allt þetta og meira til í nýjasta þætti Video Rekkans.
-
Ungur ástralskur blaðamaður fær sitt stærsta tækifæri til þessa þegar hann er sendur til Indónesíu til að fjalla um pólitískan óróa þar í landi. Í gegnum störf sín kynnist hann hinum trausta ljósmyndara, Billy, og fellur fyrir Jill, starfsmanni breska sendiráðsins.
Allt þetta og meira í nýjasta þætti Video Rekkans!
-
Áhöfnin á geimskipinu Nostromo svarar neyðarkalli og lendir í algjörri martröð þegar óboðinn farþegi kemur um borð. Fljótlega er morðóð skepna laus í skipinu, og það er undir Ellen Ripley komið að lifa af. Spenna, skelfing og köttur.
-
Alríkisfulltrúin Lee Parker þarf að taka á honum stóra sínum þegar reynir að handsama goðsagnakennda, Longlegs, persónu sem leikur lausum hala.
Tryllir, tár, öskur, myndvinnsla, hljóðsvinna, leiksjtórn, leikur, tilfinningar og síðast en ekki síst BÍÓ!Allt þetta og meira til í þessum sérstaka aukasumarkæting.
-
Hér eru lýsingar óþarfi, það þekkja allir tímamótaverkin sem hér eru undir The Rock, Face Off og Con Air🔥
En nú er þetta búið í bili milli okkar og Nicolas Cage. Við kveðjum hann með þessum síðasta þætti um hann í bili, og hlökkum til að kanna önnur spennandi viðfangsefni í framhaldinu.
- Mostra di più