Riprodotto
-
Þjóðargersemin, leikarinn, grínistinn og listmálarinn Þórhallur Siguðrsson eða Laddi eins og hann er alltaf kallaður mætti til mín ásamt syni sínum, grínistanum Þórhalli Þórhallssyni.
Það kæmi mér á óvart ef til væri sá íslendingur sem ekki þekkir Ladda en hefur hann verið einn allra vinsælasti skemmtikraftur landsins frá því þeir bræður byrjuðu að koma fram sem Halli og Laddi á áttunda áratugnum og hefur hann verið fastagestur á skjám og útvarpi landsmanna síðan þá. Í dag er Laddi orðinn 75 ára og ennþá í fullu fjöri og hélt hann sýninguna “Laddi 75” fyrir fullu húsi í Hörpu nú á dögunum.
Þórhallur junior hefur einnig verið áberandi innan grínsenunar en vann hann til að mynda fyndnasti maður íslands árið 2007 og hefur síðan þá komið víða við með uppistandssýningar sínar þar á meðal í Wuhan og veltum við fyrir okkur í þættinum hvort hann hafi verið “patient zero” hér á landi.
Í þættinum ræddum við allt milli himins og jarðar og fórum meðal annars yfir ferilinn, fjölskyldulífið og hvernig það var að alast upp sem sonur Ladda, grínið og svo prófaði ég þá að sjálfssögðu hversu vel þeir feðgar þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:
Brynjuís - https://brynjuis.is/
Bakarameistarinn - https://bakarameistarinn.is/ -
Í þessum kynningarþætti útskýrir Jón hvað mun ganga á í Gnarristan. Einnig er tæknimaður og almenn hjálparhella kynnt til leiks.