Folgen
-
Markús Örn Antonsson, fyrrv. útvarpsstjóri, borgarstjóri og sendiherra, var einn hinna mörgu, sem gerðu hlé á námi í menntaskóla til að dveljast árlangt í Bandaríkjunum á vegum American Field Service. Hann var við nám í Corvallis High School í borginni Corvallis í Oregon fyrir rúmum 60 árum. Markús Örn fjallar hér um kynni sín af bandarísku þjóðlífi í embættistíð John F. Kennedy, forseta, sem dáður var um víða veröld. Veður voru válynd í heimsmálum 1961-1962 og geimferðakapphlaup stórveldanna í algleymingi. Það ríkti þó velsæld og bjartsýni í Bandaríkjunum eins og Markús kynntist á ferðum sínum um landið, með náminu í skólanum og á heimili Roberts-fjölskyldunnar, sem hann bjó hjá. Í skólanum eignaðist hann marga góða vini, sem hann hefur ennþá samband við.
-
Í þættinum segir Pétur Guðfinnsson frá undirbúningi að stofnun Sjónvarpsins og upphafsárum þess. Pétur var fyrsti starfsmaður Sjónvarpsins. Það hóf útsendingar í septemberlok 1966 og var hann framkvæmdastjóri þess í rúm 30 ár. Pétur var útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins í lok starfsferils síns 1997. Frásögn Péturs var hljóðrituð sumarið 2022, þegar hann var 93 ára. Þulur er Markús Örn Antonsson, fyrrum fréttamaður Sjónvarpsins og útvarpsstjóri RÚV.
-
Fehlende Folgen?