Folgen
-
Já jú einmitt, seint og illa það breytist ekki! En Love Island vika 4 er mætt! Er Joey Essex mesta rassandlitið á eyjunni? Spurning sem er auðvelt að svara .. og er svarað óþarflega oft í þessum þætti. Lilja fær til sín snillingin Kristjönu í Love Island lestur og þær fara sannarlega ítarlega í saumana á þessari annars ágætu fjórðu viku!
-
Lilja er mætt með gest í sett en Dýrleif stór meistari, förðunarfræðingur, podcast stjarna og snillingur með meiru kemur í heimsókn að ræa viku 3 af Love Island!
-
Fehlende Folgen?
-
JÚHÚ! Seint koma sumar en koma þó! Það tók okkar konur smá stund að ákveða að taka Love Island seríuna fyrir en hér er hún WHOOP! Óvenjulega sammála um flest í þetta skiptið og sorry Halldóra, we love you!
-
Systurnar hafa tekið þá ákvörðun að taka viðtöl við fólk sem hefur tekið þátt í Íslenskum raunveruleika þáttum. Þær byrjuðu á raunveruleikastjörnunni, markaðsstýrunni og nýbökuðu móðurinni Birgittu Líf sem er hluti af LXS hópnum. LXS vinna nú að seríu 3 og það er gaman að fá að skyggnast á bakvið tjöldin. Birgitta er svo sjálf mikil áhugakona um raunveruleikasjónvarp svo þær stöllur fóru aðeins yfir málin þar.
-
Þátturinn sem enginn bað um en allir vilja, það vita svita systur! Spurningar frá hlustendum og spurningar af internetinu. Bæði þær og þið fáið að vita ýmislegt mis nytsamlegt um systurnar kærustu og skærustu.
-
Jú hæhó og dillidó! Mættastar og sætastar as per usual. Heiðurs þáttur um bestu Love is blind seríu sem gerð hefur verið og svitasystur skafa ekki af skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Það þarf enginn að segja okkur að fólk sé persónuleika prófað fyrir þessa þætti er það?
-
Ef svitasystur hafa einhverntíma verið kaótískar ... þá er það margfaldað með 12 í þessum þætti. Love Island, Fótbolti, hárgreiðslur og svo margt fleira og mun skrítnara sem var rætt í þessum þætti. En megin innihald, vissulega síðustu tveir þættir Love Island All Stars seríunnar, sem við hljótum að vera sammála um að var hreint út sagt frábær!
-
Þá fer senn að líða að jólum... nei, lokum... þessarar seríu! (líðaaaa fer að lokum, hátið fer í hööönd). Ofboðslega mikið drama og skemmtilegheitum. Hjartsláttarkeppnina alltaf í uppáhalds hjá svita systrum. Þau eru send heim í hrönnum þessa þættina og það styttist í úrslitin!
-
Herregud, það er aldeilis veislan af vitleysunni í þessari viku. Smá reiðar, smá glaðar, alltaf dómharðar. Er Chris fýlupúki eða heart broken? Var Georgie ógeðslega dramatísk eða fórnarlamb? Eru Arabella og Adam the real deal eða in it to win it? Látið okkur vita!
-
Jahérna, það er að hitna á óeyjunni! Allt að fara til fjandans en gaman er það! Ef þið hélduð að Lilja og Jóna hefðu ekki skoðanir á málunum þá er það misskilningur. Verði ykkur að góðu!
-
Það er einhvernvegin allt æðislegt þegar kemur að Love Island All stars, nema auðvitað Mitch.. boiii bye! Vinkonurnar hafa eins og oft áður miklar og sterkar skoðanir á öllu og engu sem gerist í þessari ágætu villu. Má samt Anton bara vera orðin uppáhaldið þeirra?
-
Já þið lásuð rétt, vinkonurnar hafa ákveðið að taka fyrir Love Island all stars þessa seríuna og mikið sem þær eru spenntar! Hér kemur góð yfirferð á viku 1. ATH að stelpurnar fylgja nokkurn vegin sjónvarpi símans en fara ekki fram úr þeim.
-
Lokaþátturinn kom loksins þrátt fyrir að flensan hefði reynt að skemma það !
-
Þessi 40 mín BIP þáttur var innihaldsríkari en allir aðrir þættir seríunnar ... Svítu systur eru sammála því að það er ekki mikið af pörum sem lofa mög góðu en samt spennar að sjá framhaldið!
-
Það ætlar allt um koll að keyra þegar Katie mætir á ströndina, hvað er hún að vilja hér upp á dekk?
-
Kvefaðar svitasystur heilsast og sjáast í þessum ágæta þætti eftir 7undu viku Bachelor in Paradise!
-
Já vitiði, það eru allir með öllium á þessari strönd og það er í rauninni nákvæmlega þannig sem það á að vera. Brayden sýnir loks sitt rétta andlit og Kat er með öllu óþolandi eins og henni einni er lagið..
-
Er til of mikils ætlast að fá rósa afhendingu vikulega? Nei bara spyr. Annars eru Svítu systur ansi sjokkeraðar yfir því að vera komnar á Brayden vagnin, hver átti svo sem von á því?
-
Það er fokið í flest þegar vinkonurnar eru til í að flykkja sér á bakvið Braydon og standa með honum í rifrildi! En einhverntíma er allt fyrst. Of mikið rætt um kúk í einum þætti en það er vonandi búið fljótlega.
-
Afhverju fær public ekki að kjósa einn burt? Vinkonurnar eru allavega ekki sammála Olivia um hvern þær myndu kjósa burt en það er annað mál. Það var ansi tíðinda lítil vika á ströndinni en alltaf gott og gaman að stoppa þar við.
- Mehr anzeigen