Folgen
-
Hvernig kom það til að Bandarísk blues tónlist náði jafn kirfilega að festa sig í sessi í Bretlandi í byrjun 7. áratugarins og raunin varð á? Tónlist sem engin hefð var fyrir þar í landi, var ekki spiluð þar í útvarpi og var bara fáanleg á plötum eftir krókaleiðum?
Sérstaklega þegar horft er til þess að það var engin stemming fyrir blues tónlist í heimalandinu og þeir sem enn ströggluðu við að spila þá tónlist þar rétt skrimtu.
Breskir tónlistarmenn tóku ekki bara bluesinn upp á sína arma heldur notuðu hann til að búa til það sem núna er skilgreint sem classic rock. -
Motown útgáfan var stofnuð í Detroit 1959 og á örfáum árum hafði hún breytt tónlistarsögunni. Þar lögðust allir á eitt við að skapa þetta sérstaka sound sem kennt hefur verið við Motown og stórsmellirnir runnu þaðan á færibandi.
Frá Motown hafa komið óendanlega mörg lög sem eru löngu orðin klassísk popp lög og við þekkjum öll flytjendur eins og Supremes, Jackson 5, Marvin Gaye og Stevie Wonder -
Britpoppið kom fram á sjónarsviðið í Bretlandi fyrri hluta 10. áratugarins.
Það var efnahagsuppgangur og aukin bjartsýni hjá ungu fólki í landinu. Bæði tónlistin og textarnir sóttu fyrirmyndir í eldri Breskar hljómsveitir og til Breskrar menningar og það að vera Breti var eitthvað til að vera stoltur af.
Og allir voru rosa hressir alla vega til að byrja með nema auðvitað Gallagher bræðurnir. Og við sem vorum á áhrifasvæði Breskrar menningar tókum hljómsveitum eins og Blur, Suede, Oasis og Pulp opnum örmum. -
Hvað dettur okkur fyrst í hug þegar við hugsum um 80´s? Væntanlega herðapúðar, grifflur, marglitir jogginggallar, rosalega blásið og túberað hár, Miami Vice og rifrildið um hvor væri betri Duran Duran eða Wham.
Og svo auðvitað synth allt poppið þar sem að magn og gæði fóru ekki alltaf saman, alla vega þegar líða fór á. Í þessum þætti er farið í gegn um það hvaðan synth poppið kom og hverjum datta þetta eiginlega í hug og hvernig, með aðstoð MTV Breskar hljómsveitir yfirtóku Bandaríkin og breiddu þar út boðskapinn -
Frá 1965 til 1979 var Laurel Canyon staðurinn þar sem að ungar og upprennandi tónlistarstjörnur bjuggu. Þar var nóg af lausu húsnæði á góðu verði og eftir að Chris Hillman og Roger McGuinn, sem þá höfðu nýlega stofnað The Byrds, settust þar að fylgdi fjöldi annara tónlistarmanna á eftir.
Þú gast átt von á því að sjá Jim Morrison hjóla eftir götunum og hitt Framk Zappa og Alice Cooper í hverfisbúðinni.
Allir voru að semja og spila tónlist.
En ýmislegt átti eftir að hrista upp í samfélaginu þar og áður en yfir lauk og þar koma við sögu annars vegar Charles Manson og hins vegar duft unnið úr Suður-Amerískri plöntu sem hefur áhrif á miðtaugakerfið. -
Punkið kom eins og stormsveipur inn í staðnaða og sjálfhverfa tónlistarsenu 8. áratugarins og spörkuðu hressilega í rassinn á öllum uppskrúfuðu og veruleikafyrrtu rokkstjörnum þess tíma sem sátu í villunum sínum og mokuðu í sig kókaíni.
Punkið ætlaðist ekki til að þú sætir inni í herbergi og æfðir þig í 5 ár áður en þú stofnaðir hljómsveit. Stofnaðu hljómsveit strax og lærðu á hljóðfærið um leið.
En hvaðan tók punkið fyrirmyndir sínar? Alla vega ekki frá Emerson, Lake and Palmer svo mikið er víst. Og hvert teygði það anga sína?
Allt um það í þessum þætti -
Þeir sem að voru unglingar upp úr 1977 fóru væntanlega ekki varhluta af diskó æðinu sem þá gekk yfir. Það voru haldin diskó kvöld í öllum skólum og danskennarar upplifðu líklega sína mestu gósen tíð því allir vildu kunna réttu sporin. Og það var enginn svalari en John Travolta að gera mjaðmahnykki í hvítu jakkafötunum sínum.
En nokkrum árum síðar var diskóið horfið af sjónarsviðinu og hafði sums staðar alla vega verið sprengt í loft upp, bókstaflega.
En hvaðan kom það og dó það alveg? -
The Altamont Speedway Free Festival var haldið á samnefndri kappakstursbraut skammt frá bænum Tracy í Kaliforníu 6. desember 1969 að undirlagi Rolling Stones með aðkomu Greatful Dead og nokkura annara hljómsveita úr tónlistarsenunni í San Fransisco.
Það sem flestir höfðu vonast til að yrði einhverskonar Woodstock West, þar sem ást og friður myndu svífa yfir vötnunum varð eitthvað allt annað og kallaði Rolling Stone tímaritið Altamont versta dag í sögu rokktónlistarinnar.
Allt sem gat farið úrskeiðis gerðið það og meira til enda hafði skipuleggjendum gjörsamlega láðst að skoða afstöðu himintunglanna þegar dagsetningin var valin. Því ef þeir hefðu gert það hefðu þeir strax séð að 6. desember var Tungl í Sporðdreka og það boðaði dimma daga, ill tíðindi og ofbeldi. -
80´s hair metal var "Nothin´ but a good time" eins og Poison komust svo skemmtilega að orði.
Allir sungu um kvenfólk, partý og áfengi og að skemmta sér var ófrávíkjanleg regla. Enginn pældi í morgundeginum og allt, sem var þess virði að gera, mátti klárlega ofgera.
Ekkert hair metal band með sjálfsvirðingu lét sjá sig í öðru en leðri, spandex og blúndum og berar bringur voru þeirra vörumerki. Allir voru með eyeliner, maskara, kinnalit og sítt hár og það var ekkert til sem hét of mikið púff eða of mikið hárlakk.
Ef að einhversstaðar hefur verið gat á ozonlaginu á þessum tíma þá var það yfir Los Angeles. -
Ljósmyndasýningin Augnablik árið 1985, var líkt og heróp til íslenskra kvenna um að þora að stökkva fram í sviðsljósið og sýna að þær væru jafn góðir ljósmyndarar og karlmenn. Meira en 20 konur sýndu ljósmyndir í Nýlistasafninu og þarna ægði saman verkum mjög ólíkra ljósmyndar.
Jóhanna Ólafsdóttir, Svala Sigurleifsdóttir og Valdís Óskarsdóttir voru í fararbroddi en þarna sýndu líka fullt af ljósmyndurum sem áttu langan ferl eða sumar sem hurfu alveg af radarnum. Besta bransasaga ársins tengdist þessari sýningu þegar fyrirsæta Vilborgar Einarsdóttur lenti í miklu lífsháska í Reynisfjöru. Meira um það í þessu síðasta hlaðavarpi okkar Lollu og Lindu. -
Janis Joplin gaf ekki út nema 4 plötur á sínum stutta ferli og þar af tvær sem bara söngkonan í hljómsveitinni Big Brother and the Holding Company. Við erum enn að hlusta á þessar plötur, 53 árum eftir andlát hennar, jafn heilluð af þessari mögnuðu, tilfinningaþrungnu rödd.
En fyrir innan harða skelina var viðkvæm manneskja sem þráði ást og viðurkenningu og að gera foreldra sína stolta en því miður þá gekk það ekki alltaf upp hjá henni. -
Edith Tudor-Hart var ljósmyndari sem barðist fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði. Hún flúði frá heimalandi sínu, Austurríki þegar nasistar komust til valda og átti framtíðina fyrir sér sem ljósmyndari í Bretlandi.
En líf þessarar konu var vægast sagt óvenjulegt og ljósmyndaferilinn fór hálfvegis í vaskinn því Edith lifði tvöföldu lífi og var um tíma elt á röndum af Bresku leyniþjónustunni.
Í dag eru margir ákafir í að vita meira um æfi þessarar hugsjónakonu og verk hennar á sviði ljósmyndunar. -
Í 40 ár hefur Madonna setið í sínu hásæti sem drottning popptónlistarinnar.
Madonna er alls staðar; í sjónvarpi, í útvarpi, á forsíðum tímarita og jafnvel í bókabúðum. Hún er sérfræðingur í að halda sjálfri sér í umræðunni.
Æðið í kring um Madonnu var eitthvað sem hafði ekki sést síðan á tímum Bítlanna og allan þennan tíma hefur hún náð að feta þessa mjóu línu á milli þess að vera trendy og commercial. -
Myndir þú fara inni í búr og girðingar með dýrunum í dýragarði til að ná góðum ljósmyndum? Líklegast ekki. En þetta og meira til gerði hin ungverska Ylla (Camilla Koffler) sem sérhæfði sig í ljósmyndun dýra og hlaut verulega frægð sem slíkur ljósmyndari snemma á 20. öld.
Meðan aðrir í faginu notuðu myndavélina til að berjast gegn ranglæti og kúgun fasista eða gerðust súríalistar þá notaði Ylla myndavélina til að færa sig eins langt inn í heim dýra og hún komst. Myndir hennar voru gæddar blíðu og húmor og bækur hennar seldust eins og heitar lummur. Hún lifði þó ekki nógu lengi til að njóta til fullnustu frægðar sinnar -
Enginn í sögu skemmtanabransans hefur átt viðlíka feril og Cher.
Hún var unglingapoppstjarna, sjónvarpsþáttastjórnandi, tískuicon, rokkstjarna, poppsöngkona, discodíva og vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla í áratugi.
Hún hefur selt yfir 100 milljón eintök af plötum á heimsvísu og er ein af þeim fáu sem hefur unnið Emmy, Grammy og Óskarsverðlaun. -
Síðhærð frumbyggjakona af Seri ætt gengur í eyðilegu landslagi með kassettutæki í hendi og á öðrum stað löngu seinna fer Zapotec kona á markað bæjarins með fjölmargar eðlur á höfðinu.
Þetta eru tvær frægar ljósmyndir sem Graciela Iturbide færði okkur frá heimalandi sínu Mexíkó. Graciela lagði sig fram um að mynda samfélög frumbyggja í Mexíkó og oftar en ekki var það veröld kvenna sem heillaði hana. Sú stóra sorg í lífi hennar þegar dóttir hennar deyr aðeins 6 ára gömul, var hvati fyrir Gracielu til að þræða vega listarinnar og nota myndavélina til að öðlast dýpri skiling á lífinu og tilverunni.
Fuglar og vængjasláttur urðu leiðarstef í hennar myndum þótt eðlur á höfði frumbyggjakonu sé alltaf hennar frægasta ljósmynd. -
Hún hafði verið fyrirsæta fyrir Chanel, Elle og Vogue , leikið fyrir Fellini og Andy Warhol, sungið með The Velvet Underground og gert sólóplötur sem taldar eru fyrirmynd goth hljómsveita 9. áratugarins. Hún hitti alla og þekkti alla en glataði öllu og dó ein á sjúkrahúsi á Ibiza þar sem starfsfólkið sá hana bara sem enn einn dópistann að enda sitt ömurlega líf.
Dramatískari getur æfi einnar manneskju varla verið en æfi Nico var. -
Kúrekar á ótemjum og draumsýnin um villta vestrið dró yfirstéttarstelpuna Louise L. Serpa út í það að ljósmynda rodeó sýningar. Hún hóf ferilinn seint og lærði aldrei ljósmyndun en náði 48 árum í bransanum og varð eitt þekktasta andlit ródeóljósmyndara Bandaríkjanna.
Hún er ein af þessum konu sem braut múra. Í hennar tilfelli varð hún fyrst kvenna til að fara inn á sjálfan rodeóvöllinn að mynda; þetta var árið 1963. Sama ár trakðaði naut á henni en þessi tveggja barna einstæða móðir lét það ekkert stoppa sig. „You need to cowboy up“ hefur hún líklegast sagt og fengið sér sopa af Tequila sem var í miklu uppáhaldi. -
Polly Jean Harvey er sveitastelpa frá Dorset á suður-Englandi. Hún fór í listanám en ekki í tónlist heldur í höggmynda- og leirlist. Tónlistin var bara skemmtilegt hobbý til að byrja með.
En meira en 30 árum og 10 plötum og ótal öðrum tónlistarverkefnum seinna er PJ Harvey enn að. Markmiðin eru enn jafn háleit og þrjóskan við að endurtaka sig aldrei er enn til staðar. Hún hefði aldrei enst í AC/DC -
Smávaxin ung frönsk kona með fléttur í hárinu, glænýja Leicu um hálsinn og 200 dollara í vasanum keypti sér, árið 1966 flug til Víetnam aðra leið til að byrja þar feril sinn sem stríðsfréttaljósmyndari. Flestir héldu að annað hvort gæfist hún upp eða væri dauð áður en árið væri liðið.
Þetta var Catherine Leroy. Stríðið í Víetnam breytti henni fyrir lífstíð og hún átti einstakan og langan feril sem stríðsfréttaljósmyndari. Catherine var með það á heilanum að verða fyrsta konan til að góma hin virtu Robert Capa verðlaun og það tóks henni að lokum - Mehr anzeigen