Folgen
-
Í þættinum er leikin eftirfarandi tónlist.
Gildran: Veturinn verður hlýr.
Uggla: Leið A og Sit í svörtu húmi.
Kristjana Arngrímsdóttir: Ég nefni nafnið þitt og Máninn.
Kjass (Fanney Kristjáns Snólaugardóttir): Please Master og Abba-labba-lá.
Þau: Abba-labba-la og Heyrði ég í hamrinum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Leikin eru jólalög frá árinu 2022. Þau sem flytja lögin eru Tríóið Fjarkar, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Þór Breiðfjörð, Hreindís Ylfa Garðarsdóttir, Bland í poka, Berglind Bjartmarsdóttir, Álfgrímur Aðalsteinsson, Silla Jónsdóttir, Dagur Sigurðsson, Elín Snæbrá Bergsdóttir og Þórdís og Mýrkrakkar, eða krakkar úr fimmta bekk Mýrarhúsaskóla.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Fehlende Folgen?
-
Leiknar eru nýlegar upptökur af þekktum jólalögum og nokkrum nýlegum jólasöngvum sem sveitasöngvarar flytja. Þetta eru Taylor Swift, Brett Eldredge, Maddie & Tae, Alex Hall, Callista Clark, Tennille Arts, Keith Urban, Brit Raylor & Mike Hameier, Brad Paisley, Tennille Townes og Shy Carter.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Söngtextarnir sem hljóma í þættinum snúast á einn eða annan hátt um vín, bjór og þessháttar. Haukur Morthens syngur Vindlingar, viskí og villtar meyjar með Hljómsveit Björns R. Einarssonar. Svavar Lárusson syngur Rósir og vín og Sigurður Ólafsson og Alfreð Clausen syngja Drykkjuvísu úr Bláu kápunni. Rúnar Einarsson syngur lögin Vatn er leiður vökvi og Vín og vatn. Ríó tríó syngur um Romm og kóka kóla og Lónlí blú bojs flytja lögin La Kúba líbra og Það blanda allir landa. Viðar Jónsson flytur eigið lag sem heitir Rósir og vín og Gautar frá Siglufirði flytja lagið Meiri bjór. André Bachmann syngur lagið Bjór á næstu krá og Sniglabandið kyrjar lag sem heitir Tvöfaldur brennivín í kók. GCD slá botninn í þáttinn með reggaelaginu Konur og vín.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Hljómsveitin Roof Tops starfaði frá 1967 til 1975 og gekk í gegnum nokkrar mannabreytingar. Sveitin lék inn á nokkrar plötur á þessu tímabili og hljóma lög af þeim í þættinum. Lögin eru: Söknuður, Það fer ekki eftir því, Ástin ein, Lalena, Eitt lítið tár, Lífið er leikur, Rock Me, I Must Have Been Dreaming, Fly Away, Chinese World, Sweet Dream og I Like To Stay With You.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Í þættinum hljómar tónlist af fyrstu plötum þjóðlagasveitarinnar Þokkabótar og söngvaskáldanna Harðar Torfasonar og Bergþóru Árnadóttur. Þokkabót flytur lögin Litlir kassar, Veislusöngur, Sveinbjörn Egilson og Möwekvæði. Hörður Torfason flytur lögin Þú ert sjálfur Guðjón, Kveðið eftir vin minn, Ég leitaði blárra blóma og Jesú Kristur og ég. Bergþóra Árnadóttir flytur lögin Þorlákshafnarvegurinn, Ráðið, Gott áttu veröld og Verkamaður.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Leikin eru lög af safnplötunni Hrif 2 sem kom út á vegum ÁÁ hljómplatna fyrir jólin 1975. Jakob Frímann Magnússon var upptökustjóri á flestum laganna. Lögin sem hljóma í þættinum eru eftirfarandi:
Moving On og Where Are You? með Hvítárbakkatríóinu.
Panola, Egils appelsín og It's Only Me með Spilverki þjóðanna.
Lucifer's Carnival og River Boulevard með Nunnunum.
Sólarlag og Ég sakna þín með Pónik og Þrá og Ég elska með Bergþóru Árnadóttur.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Í þættinum verða leikin tvö lög með hljómsveitinni Seiseijú, sem er skipuð þeim Páli Kristni Pálssyni, Jóhanni Þórissyni, Ásgeiri Óskarssyni, Nikulási Róbertssyni, Sigurgeiri Sigmundssyni og Magnúsi R. Einarssyni. Einnig verða leikin lög af fyrri plötu Fjörefnis, en sú plata nefnist A+ og var gefin út árið 1977.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Leikin eru nokkur lög sem nýleg hljómsveit hefur hljóðritað, en hún heitir Seiseijú. Þeir sem skipa sveitina rifja upp nokkur erlend lög frá áttunda áratugnum. Einni hljóma lög með Dögg, Paradís og Start, en meðlimir Seiseijú voru í þeim hljómsveitum á sínum tíma.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Fjórði þáttur með lögum Jóhanns G. Jóhannssonar.
Þau sem flytja lögin eru Stefán Hilmarsson, Ruth Reginalds, Bjarki Tryggvason, Pálmi Gunnarsson og Stjórnin.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Leikin eru nokkur lög eftir Jóhann G. Jóhannsson sem Björgvin Halldórsson hefur hljóðritað. Lögin eru: Eina ósk, Eins og nú og Dagar og nætur, sem hann syngur með Ragnhildi Gísladóttur. Einnig lögin Ég er að tala um þig, Ég veit að ég hef breyst, sem hann flytur með Brimkló, Hvað er ást?, Ef, Ég leyni minni ást, Reykjavík og Vegur til framtíðar.
Umsjón: Jónatan Garðasson. -
Í þættinum eru leikin nokkur lög eftir Jóhann G. Jóhannsson sem komu út á plötum annarra flytjenda. Dúmbó og Steini flytja lögin Hljómsveitin og Glaumbær, Logar leika lögin Vestmannaeyjar, Á fætur og Mig vantar víxil. Geimsteinn flytur lagið Vottar fógeta og Grýlurnar flytja lagið Fljúgðu hærra. Að lokum leikur hljómsveitin Pónik lögin Við speglum hvort annað, Bænheyrðu mig og Á tali.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Leikin eru lög og textar sem Jóhann G. Jóhannsson samdi og hinar og þessar hljómsveitir og söngvarar tóku til flutnings á hljómplötum sínum. Í þessum þætti leikur Upplyfting lögin Traustur vinur, Sumar og sól og Nýir dagar. Hljómsveitin Haukar flytur lögin Tjaldferðin og Í leti. Brunaliðið flytur lögin Stend með þér og ég get það og Pálmi Gunnarsson flytur lögin Hvers vegna varst' ekki kyrr? og Öllu öðru en þér.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Í þættinum eru leikin nokkur lög sem komu út á safnplötunni Bongóblíða sumarið 1988 og fáein lög til viðbótar sem nutu vinsælda þetta sumar. Flytjendur eru Sálin hans Jóns míns, Jójó, Herramenn, Stuðkompaníið, Greifarnir, Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, Bubbi Morthens, Sykurmolarnir og Mannakorn.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Leikin eru lög með listafólki og popp hljómsveitum sem komu fram á vegum Listahátíðar í júní 1988. Fyrst hljómar lagið First We'll Take Manhattan með Leonard Cohen en hann kom fram ásamt hljómsveit sinni 24. júní í Laugardalshöll. Síðan eru leikin lög með þeim hljómsveitum sem komu fram á Listapoppi í Laugardalshöll 16. og 17. júní 1988. Það eru Strax, Bjarni Ara og Búningarnir, Kátir piltar, Geiri Sæm og Hunangstunglið, Síðan skein sól og bresku hljómsveitirnar Blow Monkeys og The Christians.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Fyrstu lögin sem Svavar Lárusson tók upp hljóma í þættinum. Þau voru hljóðrituð 1952, 1953 og 1954: Hreðavantsvalsinn, Ég vildi ég væri, Fiskimannaljóð frá Capri, Sólskinið sindrar, Cara Cara Bella, On The Morning of the Mountain, Í Mílanó, Út við hljómskála, Til þín, Svana í Seljadal, Húmsins skip, Gleym mér ei og Sjana síldarkokkur. Svavar fæddist 7. maí 1930 á Neskaupsstað og lést 28. júlí 2023.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Íslenskt tónlistarfólk flytur lög eftir Burt Bacharach.
Lögin sem hljóma í þættinum eru Þrjú hjól undir bílnum með Ómari Ragnarssyni, Ekki taka það til þín með Sigurði Guðmundssyni, Anyone Who had a Heart með Páli Óskari, Niðri í bæ með Katrínu Sigurðardóttur, Húsið með Sigríði Thorlacius, Alfie með Mjöll Hólm, Here I Am með Sólveigu Samúelsdóttur, Hrein ást með Maríu Baldursdóttur, Regn óréttlætisins með Shady Owens og Hljómum, Ég mun aldrei framar elska neinn með Kristínu Ólafsdóttur og Regndropar falla við hvert fet með Engilbert Jensen.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Dregin eru fram nokkur erlend lög frá rokkárunum og líka aðeins eldri lög, sem hafa komið út á plötum með íslenskum textum. Flytjendur eru Alfa Beta, Rokkbræður: Garðar Guðmundsson, Þorsteinn Eggertsson og Stefán Jónsson, HLH flokkurinn og Borgardætur.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Leikin eru lög af þremur íslenskum hljómplötum sem komu út árið 1978, og hafa að mestu fallið í gleymsku. Það eru plöturnar Dansað á dekki með Fjörefni, Linda með Lindu Gísladóttur og Velkomin í gleðskapinn með Alfa Beta.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. -
Dregin eru fram allskonar erlend lög sem sungin hafa verið á íslensku. Flytjendur eru Páll Óskar, Jóhanna Guðrún, Björgvin Halldórsson og Sjonni Brink, Helga Möller, Ríó tríó og Klaufar.
Umsjón: Jónatan Garðarsson. - Mehr anzeigen