Folgen
-
Í þessu bráðfyndna hlaðvarpi kemur grínistinn Sölvi í spjall með Eggerti. Sölvi er þekktur fyrir einstakan húmor og stundum félagslega óþægilega framkomu. Með góðri kýmnigáfu og ástríðu fyrir uppistandi mun Sölvi pottþétt fá þig til að hlæja.
Reykjavík Fringe hátíðin mun vera haldin í ár 2023, dagana 26. Júní til 2. Júlí
Eggert og Sölvi munu vera með tvær uppistandssýningar saman dagana
29. og 30. Júní á Húrra klukkan 19:15
Húrra er á Tryggvagötu 22, Reykjavík, 101 (við hliðina á Dubliners og ská á móti Listasafni Íslands.) -
Í þessum þætti sest Eggert Smári niður með Friðrik Val uppistandara sem hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Friðrik hefur átt við fíknivanda að etja og er líka með geðhvarfasýki, en það hindrar hann ekki í að fara áfram og horfa á björtu hliðarnar. Þetta er skemmtilegt, fyndið og áhrifaríkt spjall milli tveggja þaulreyndra uppistandara þar sem er alltaf stutt í grínið þó svo að viðtalsefnið geti oft verið þungt.
Þið getið nálgast Garpar Grínsins, hlaðvarpið hans Friðriks sem hann gerir með Lovísu Láru sem kom fram hjá okkur í þætti 11 hérna.
Einnig er Friðrik með annað persónluegra hlaðvarp hér sem heitir Gengið á Línunni.
-
Fehlende Folgen?
-
Eggert sest niður með uppistandaranum og kvikmyndagerðakonunni Lovísu Láru. Þau ræða meðal annars um uppistandssenuna á Íslandi og Lovísa seigir frá hryllingsmyndahátíðini Frostbiter sem hún hefur lengi haldið utan um. Þessi þáttur er skylduhlustun fyrir alla sem elska gott grín og taka lífið ekki of alvarlega.
🎧 Þið getið fundið Garpa Grínsins, hlaðvarp Lovísu sem hún gerir ásamt uppistandaranum Friðrik Val á Spotify.
🎙 Þið getið einnig fengið upplýsingar um uppistandssýningar með Lovísu og Eggert á Facebook-síðu Comedy in Iceland.
-
Dagur sest niður með hæfileikaríku og yndislegu Ólu Blöndal einnig þekkt sem Óla Litla og hún miðlar reynslu sinni af því að streyma tölvuleikjum á Twitch og að byggja upp traustan aðdáendahóp á samfélagsmiðlum.
Einnig fara þau í djúpa og umhugsunaverða umræðu um samfélagsmiðla á borð við TikTok og Instagram, hverjir eru kostir slíkra miðla og hverjar eru hætturnar.Þið getið nálgast Twitch-streymin hjá Ólu hér. 👇
❤️ Óla mun vera með 12 tíma góðgerðarstreymi til styrktar Mottumars þann 4. mars klukkan 12:00. endilega kíkið við og styrkið krabbameinsfélagið. -
Eggert seigir Dag ferðasögur frá því þegar hann, Þórhallur og fleiri frábærir uppistandarar voru að túra í Færjeyjum með uppistandssýningar sem gengu upp og niður vegna þess að heimamenn eru ekki vanir Íslensku gríni og eru frekar íhaldssamir í eðli sínu.
Þórhallur Þórhallsson fagnar um þessar mundir merkilegum tímamótum!
Fyrir 20 árum var hann plataður til þess að vera með uppistand á árshátíð í vinnunni sinni. Eftir það var ekki aftur snúið.
Í 20 ár hefur Þórhallur skemmt fólki með bröndurum á sýningum, bæði innanlands og erlendis. Til að fagna þessu ætlar Þórhallur að halda geggjaða uppistandssýningu í Sykursalnum, sem er frábær staður hannaður sérstaklega fyrir uppistand. Þessi sýning hefur verið í þróun allt síðasta ár þar sem Þórhallur ferðaðist með hana um allt land. Þið viljið ekki missa af þessari frábæru sýningu og fá að vera með því sýningin verður tekin upp og svo síðar gefin út. 👇
https://tix.is/is/event/14795/-orhall... -
Dagur og Eggert fara í djúpar umræður um þau gervigreindaforrit sem hafa verið mest áberandi núna, hvernig heimurinn mun breytast í komandi framtíð og hverjar eru hætturnar sem stafa almennt af gervigreind.
Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í gegnum árin, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur.
Stephen Hawking's biggest warning is about the rise of artificial intelligence: It will either be the best thing that's ever happened to us, or it will be the worst thing. If we're not careful, it very well may be the last thing.Ertu að leita að einstakri og fyndinni upplifun?
Eggert Smári er kjörin veislustjóri og uppistandari ef þú vilt breyta hvaða tilefni sem er í almennilegt partí.
Hringdu í síma 659-4674 eða sendu skilaboð á [email protected]
"if you wanna light up the funeral, book me." -
Bjarni Gautur hefur farið víða og unnið við mörg skemmtileg verkefni fyrir áhugavert fólk á borð við rapparann Vanilla Ice, myndasögufyrirtækið Marvel og Loyd Kaufman sem rekur kvikmyndafyrirtækið Troma í New Jersey.
Bjarni gefur út Marvel-myndasögur á Íslensku í gegnum Hetjumyndasögur.
Einnig getið þið nálgast meira efni frá Bjarna á Youtube-rásinni hans.Þó svo að Eggert var fjarverandi í þessum þætti er samt gott að minnast á að hann heldur oft uppistandsýningar í kjallaranum á Dubliner og frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Comedy in Iceland.
Á Comedy in Iceland getið þið einnig fengið allar upplýsingar um allar uppákomur sem tengjast gríni hér á Íslandi.Þáttastjórnandi og tæknimaður þáttarins er Dagur Jóhannsson
-
Birkir Fannar, betur þekktur sem Leikjarinn kom í kaffi til Dags og þeir áttu gott spjall um allt sem tengist tölvuleikjum. Hvaða leiki þeir spiluðu fyrst, hverjar voru fyrstu leikjavélarnar þeirra og hvernig tölvuleikjaspilun hefur þróast í gegnum árin.
Birkir Fannar(Leikjarinn) er virkur á Twitch þar sem hann streymir leikjaspilun ásamt annari afþreyingu í beinni útsendingu.
Einnig er hægt að fynna hlaðvarp ásamt öðrum myndböndum semt tengjast tölvuleikjum á Youtube-rás Birkis.Þó svo að Eggert var fjarverandi í þessum þætti er samt gott að minnast á að hann heldur oft uppistandsýningar í kjallaranum á Dubliner og frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Comedy in Iceland. Á Comedy in Iceland getið þið einnig fengið allar upplýsingar um allar uppákomur sem tengjast gríni hér á Íslandi.
-
Grínistinn Eggert og kvikmyndagerðamaðurinn Dagur fara í djúpar umræður um allt sem tengist Star Wars. Hvenær þeir urðu varir við þennan fantasíuheim fyrst. Allt það jákvæða og neikvæða við Star Wars. Hvar innblásturinn kemur við gerð þessara kvikmynda og hvaða áhrif Star Wars hafði á líf þeirra.
Eggert heldur oft uppistandsýningar í kjallaranum á Dubliner og frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Comedy in Iceland. https://www.facebook.com/Comedyiniceland
Á Comedy in Iceland getið þið einnig fengið allar upplýsingar um allar uppákomur sem tengjast gríni hér á Íslandi.Þið getið nálgast stuttmyndina Hunted sem Dagur minntist á hér.
https://youtu.be/8By3HyhnSV4 -
Dagur og Eggert fara yfir uppistandsenuna hér á Íslandi sem og erlendis, hvaða grínista þeir halda mest uppá og hvernig grín hefur þróast í gegnum árin.
Eggert heldur oft uppistandsýningar í kjallaranum á Dubliner og frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Comedy in Iceland. https://www.facebook.com/Comedyiniceland -
Dagur og Eggert dýfa sér í "Hotsauce"-menningu á Íslandi sem og erlendis. Hvaðan kemur chilipipar, afhverju er hann svona sterkur og afhverju er hann svona góður?
Þið getið nálgast sósurnar sem Eggert framleiðir hér:
https://smarisvolcanosauce.com/?fbclid=IwAR02Pnn57jkhpJH8qt3ANxZinMwJEhmOBvII8Z5nMOY9Q72gVgq3wZjsmZg -
Dagur og Eggert tala um kosti og galla streymisveita og hvernig við Íslendingar höfum nálgast afþreyingu í gegnum árin áður en streymisveitur urðu vinsælar.
-
Við stjórnendur þáttarinns erum ekki með faglega menntun til að geta ráðlagt eða mælt með anabóliskum sterum eða sambærilegum efnum. Tilgangur þáttarins er eingöngu til að miðla okkar skoðun á afkastaaukandiefnum í íþróttum og líkamsrækt, hverjar eru hvatirnar á bakvið notkun slíkra efna og hverjar eru hætturnar.
"Það er ekki hægt að taka anabólíska stera án þess að fá aukaverkanir sem eru meðal annars þunglyndi, kvíði, depurð, svefntruflanir og í versta falli sjálfsvígshugleiðingar af vanlíðan. Inntaka á sterum getur einnig haft áhrif á líffæri og líkamsstarfsemi eins og hjartaáfalli, krabbameini og heilablóðfalli.
Ástæðan fyrir því að þetta er hættulegt er sú að líkaminn framleiðir hormón eftir þörfum og þetta auka eintak af hormónum riðlar þessu kerfi. Ef það koma aukahormón þá slekkur líkaminn á framleiðslunni af því að hann skynjar að það sé komið of mikið magn. Svo hættir maður kannski að taka testósterónið og þá er engin framleiðsla í gangi.“ - Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands (Viðtal, Útvarp 101, 3. Júlí, 2019)