Folgen
-
Sólveig Lára þjálfari ÍR var gestur hjá Sillu og Jóa í dag. Farið var yfir úrslitarimmuna þar sem að Valur varð íslandsmeistari. Þau ræddu helsta slúður fyrir næsta tímabil. Jói fór aðeins yfir hvaða verkefni yngri flokka landsliðin okkar eru að brasa í sumar.
-
Jóhann Ingi var með Árna Stefán og Silllu í þættinum og var farið vel yfir fyrsta leik Vals og Hauka í úrslitum. Einnig var oddaleikur Gróttu og Aftureldingar krufinn.
Allt það helsta úr slúðurheiminum og Bónusbomban sprakk með látum.
-
Fehlende Folgen?
-
Valur og Haukar mætast í úrslitum eftir að hafa sópað ÍBV og Fram út 3-0. Silla og Jói fóru yfir undanúrslitin og ræddu umspilið hjá UMFA og Gróttu. Jói kom með "risa skúbb" í þættinum.
-
Jóhann Ingi og Silla fóru vel og vandlega yfir leikina í 6 liða úrslitum í Olísdeild kvenna. Einnig fóru þau yfir umspilið í Grill66 deildinni en þar er búið að stilla upp í úrslitaeinvígi milli UMFA og Gróttu.
Einnig var dregið í búningaleik.
-
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var gestur Sillu að þessu sinni. Farið var yfir frábært gengi íslenska landsliðið sem tryggði sig á EM 2024 með glæsilegum sigri á Færeyjum. Úrslitakeppnin er handan við hornið og fékk Silla Þóreyju til að spá aðeins í leikina sem framundan eru.
-
Jóhann Ingi fékk til sín Árna Stefán Guðjónsson og fóru þeir yfir lokaumferðirnar í Olís og Grill66 deildunum.
Lið ársins voru valin og spáð var í spilin fyrir umspil og úrslitakeppni.
Leikmaður 21.umferðar var valin.
Landsleikir frammundan ræddir.
-
Hrafnhildur mætti í settið til Sillu og farið varið yfir 20.umferðina. Mikilvægt að spila vel í síðasta leiknum því það gefi grunninn að góðri úrslitakeppni eru skilaboðin frá Hröbbu til liðanna. Leikmaður umferðarinnar tilkynntur og farið var yfir handboltaferilinn hennar Hröbbu.
-
Jóhann Ingi fékk til sín markverði Vals Hafdísi Renötudóttur og Söru Sif Helgadóttur í Kvennakastið að þessu sinni. Það var því sannkallað markmannsþema í þættinum.
Farið var yfir bikarvikuna og framhaldið i Olís og Grill66 deildum ásamt því að markverðirnir fóru yfir erfiðustu skotmenn deildarinnar.
-
Jóhanna Þóra Guðbjörnsdóttir íþróttafræðingur hefur mikinn áhuga á sögu íslenska kvenna landsliðsins. Hún skrifaði áhugaverða ritgerð í náminu um þessi mál. Silla fékk hana í spjall til að heyra aðeins út á hvað þetta gekk. Seinni parturinn af þættinum kom Kristín Þórðardóttir sem er formaður mótanefndar HSÍ og fóru þær yfir landsleikina á móti Svíþjóð og margt fleira.
-
Anna Úrsula og Íris Björk voru gestir Sillu í dag. Valsara eru deildarmeistarar og Selfoss liðið er búið að tryggja sig í Olís á næsta ári. Anna og Íris fóru á persónulegu nóturnar þar sem að mikið var hlegið og ferilinn gerður upp.
-
Jens Gunnarsson þjálfari Berserkja í Grillinu kom í heimsókn til Jóhanns Inga. Rýndu þeir í undanúrslitaleikina í Poweradebikarnum, fóru yfir 18.umferðina í Olís og þá 16. í Grill 66 deildinni.
Leikmaður umferðarinnar valin og persónulegu nóturnar að sjálfsögðu á sínum stað.
-
Eyþór Lárusson mætti í spjall til Jóa. Farið var yfir 8 liða úrslit í Poweradebikarnum og 17. umferðinni í Olís deildinni. Leikmaður umferðarinnar var valinn og farið yfir 15. umferð í Grillinu.
-
Stjarnan burstaði UMFA um helgina og meistararnir voru heppnir fyrir norðan. Einar Jónsson þjálfari Fram mætti í spjall til Sillu og þau gerðu upp 16.umferðina ásamt því að spá hvaða lið fara í höllina í bikarkeppninni.
-
Í þessum 25.þætti Kvennakastsins fékk Jóhann Ingi til sín Jón Brynjar Björnsson þjálfara Víkings í Grillinu. Farið var var yfir leikina í 15.umferð Olísdeildar og leikmaður umferðarinnar valin í boði Vellir Sportbar. Einnig var farið yfir 13.umferðina í Grill 66 deildinni. Þá setti Jón Brynjar upp athyglisverðan 5.manna lista mikilvægustu leikmanna Olísdeildar.
-
Ágúst Jóhannsson og Stefán Arnarson mættu í spjall eftir toppslaginní 13.umferðinni. Farið var risumferðina og leikmaður umferðarinnar útnefndur.
-
Karen Tinna og Sigrún Ása komu í heimsókn og fóru yfir 12. umferðina með Jóa. Það var einnig farið yfir Grillið og allt það helsta. Leikmaður 12. umferðarinnar valinn.
-
Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir mættu í Kvennakastið og farið var yfir 11. umferðina. Eva og Helena hafa verið vinkonur í mörg ár og gaman að heyra hvernig þær enda saman í Stjörnunni.
-
Olísdeildin: Nýtt ár, ný tækifæri. Jói og Silla fengu Guðmund Helga Pálsson þjálfara Aftureldingar til að spá í framhaldið í Olísdeildinni. Hvernig koma liðin stemmd fyrir seinni hlutann.
Grill66 deildin hefst, hvaða lið eru að fara að berjast um sæti í Olísdeildinni ?
-
Rakel Dögg Bragadóttir mætti til Jóa og Sillu og leikur íslenska liðsins var krufinn til mergjar. Þau ræddu bæði Posten Cup, riðilinn og forsetabikarinn. Fóru yfir hvað var gott og hvað er hægt að vinna áfram með.
Dregið var í búningaleik: Heppinn vinningshafi fékk búning frá Díönu Dögg Magnúsdóttir
- Mehr anzeigen