Folgen
-
Heimilin gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að skólagöngu barna en það eru ekki öll börn sem búa við þær aðstæður að þau njóti þess stuðnings sem þau þurfa á að halda. Norræn rannsókn bendir til þess að það þurfi að bæta ýmislegt sem fram fer innan veggja skólans.
Viðmælendur í þætti sex eru Anna Kristín Sigurðardóttir, Dagný Hróbjartsdóttir, Harpa Reynisdóttir, Rannveig Oddsdóttir, Sigurður Sigurðsson og tveir þroskaþjálfar.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Bækur gegna lykilhlutverki þegar kemur að lestri og lesskilningi. Það vantar hinsvegar meiri fjölbreytni í bókaútgáfu fyrir börn og ungmenni. Bæði námsgögn og yndislestrarbækur.Viðmælendur í fimmta þætti eru Bergmann Guðmundsson, Brynhildur Þórarinsdóttir, Dröfn Vilhjálmsdóttir, Halldóra Björk Guðmundsdóttir, Harpa Reynisdóttir og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Fehlende Folgen?
-
Læsi og lesskilningur er ekki það sama. Það er hversu hratt þú lest og hvernig þér gengur að vinna úr því sem þú lest. Það er hinsvegar mikilvægt að mæla og fylgjast með þannig að hægt sé að grípa börn sem þurfa aðstoð. Snemmtæk íhlutun skiptir svo sannarlega máli hér eins og víðar. Viðmælendur í þætti fjögur eru Freyja Birgisdóttir, Guðmundur Engilbertsson, Helgi Arnarson, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og Steinunn Gestsdóttir.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Um 34% grunnskólanemenda nutu sérstaks stuðnings eða sérkennslu í fyrra. Drengir eru líklegri en stúlkur til að njóta stuðnings bæði í leikskólum og grunnskólum. Það er ekki skylda fyrir alla þá sem hyggjast starfa sem kennarar að læra að kenna læsi.
Viðmælendur í þætti þrjú eru Guðbjörg Rut Þórisdóttir, Guðmundur Engilbertsson, Harpa Reynisdóttir, Una Guðrún Einarsdóttir, Þórey Huld Jónsdóttir og Þorgerður Anna Arnardóttir.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Með góðri samvinnu leik- og grunnskóla og aukinni þekkingu á lestrarnámi og lestrarvanda má koma til móts við þarfir nemenda og jafnvel koma í veg fyrir að þeir lendi í vandræðum með læsi og lesskilning í grunnskóla.
Viðmælendur: Auður Björgvinsdóttir, Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Una Guðrún Einarsdóttir, Þórey Huld Jónsdóttir og Þorgerður Anna Arnardóttir.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Læsi og lesskilningi barna og ungmenna hefur hrakað á Íslandi og er árangur allra árganga grunnskólans í lesfimiprófum undir viðmiðum Miðstöðvar menntunar og skólaþróunar. Rannsóknir sýna að tvö lykilsvið þroska barna á leikskólaaldri; sjálfstjórn og læsi, hafa áhrif á námsárangur síðar meir.
Viðmælendur: Auður Björgvinsdóttir, Freyja Birgisdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Steinunn Gestsdóttir.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.