Folgen
-
Ósungin lög eða instrumental er málefni Jónsmessu hinnar þrettándu. Í þættinum komum við afar víða við, allt frá tölvupoppi í gegnum kvikmyndatónlist og klassískt rokk en þó með dassi af heiðarlegum metal og jafnvel trommusólóum, ásamt mun fleiru til. Þátturinn er hið minnsta svo sannarlega út um hvippinn og hvappinn að þessu sinni.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessari tólftu Jónsmessu í Leikfangavélinni kemur Jón Agnar með rafdúettinn Boards of Canada að borðinu. Í raun er voða lítið vitað um þennan skoska dúet svona heilt yfir, en það sem þó er vitað veit sennilegast einmitt Jón Agnar einna best. Ljóst er að hér er um að ræða afar furðulegt band en því er þó alls ekki að neita að það er verulega áhugavert engu að síður, já og svo ekki sé talað um aðdáendahóp þeirra.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Fehlende Folgen?
-
Jónsmessa númer 11. Það var í Jónsmessu þeirri sjöttu sem kom Jón Agnar með Skóglápið og nú er nokkurs konar framhald af þeim þætti. Við kíkjum saman á tónlistarstefnu sem hlaut heitið Draumapopp, eða „Dream pop“. Stefnan á ættir sínar að rekja til Bretlandseyja eins og svo margar aðrar, og eru þau furðumörg böndin sem hafa framið þessa tegund af tónlist. Við heyrum nokkur vel valin tóndæmi í þættinum, þætti sem varð óvart eiginlega líka framhald af síðasta þætti, þegar við tókum fyrir valdar kvenraddir, það eru nefnilega stelpurnar sem eru nokkuð fyrirferðamiklar í dag líkt og síðast. Njótið vel munið auðvitað eftir stjörnugjöfinni og umsögnum ásamt auðvitað Facebook síðu Leikfangavélarinnar.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Söngkonur eða kvenraddir er það sem Jón Agnar mætti með í Jónsmessu númer 10. Þær eru margar söngkonurnar sem við tökum fyrir í þættinum og allar eiga þær það sameiginlegt að hafa frábæra söngrödd og allar hafa þær hrifið okkur á einhverjum tímapunkti í lífinu. Við erum ekki að tala hér um eiginlega upptalningu á bestu söngkonum veraldar, heldur meira svona það sem þáttastjórnendur "fíla". Í þættinum förum við Jón því um víðan völlinn og erum eiginlega út og suður allan tímann. Það voru reyndar ansi margar söngkonur eftir á listanum hjá okkur þegar tíminn rann út, en skilaboðunum var sennilegast komið alla leið til skila.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í Jónsmessu hinni níundu nördum við svolítið. Svolítið mikið, og kominn tími til. Við fórum nefnilega núna í einkasafnið og fundum til vel valin dæmi af framúrskarandi bassaleik, bassahljóðum, bassadrunum, bassaleikurum og svo framvegis. Jón Agnar kom skemmtilega á óvart þegar hann tilkynnti þema þáttarins sem er að þessu sinni einfaldlega bassi. Ó það sem bassinn getur gert fyrir eitt stykki lag. Við heyrum fullt af tóndæmum í þættinum og heyrum einnig sögur á bakvið nokkur vel valin lög. Góða skemmtun gott fólk, takk fyrir að hlusta og ekki gleyma stjörnugjöfinni þar sem þú hlustar á Leikfangavélina.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Það er komið að áttundu Jónsmessu. Í þetta skiptið tökum við "óskaþátt" fyrir hlustanda sem hafði samband og hreinlega bað um þennan þátt. Við ætlum að taka fyrir frábæran lagahöfund og hreint út sagt æðislega söngkonu. Það hafa flestir heyrt lögin hennar hvort sem viðkomandi veit af því eða ekki. Afköstin hennar hafa verið ótrúleg í gegnum tíðina, eða síðustu 60 ár eða svo. Við erum að tala um hina einu sönnu Carole King. Í þættinum förum við Jón Agnar yfir lífshlaup hennar og feril. Við skoðum alla þessa slagara! Allar þessar melódíur. Alla hittarana sem og lög sem ekki fóru eins hátt! Af nægu er að taka, svo mikið er víst þegar kemur að Carole King.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Frábær lög sem ekki völdust til að vera smáskífur. Oft blasir það hreinlega við hvaða lög eru líkleg til vinsælda af væntanlegum breiðskífum og valið þar af leiðandi borðleggjandi. En margoft fá stórkostlega góð lög ekki útgáfu á smáskífu eða hið minnsta ekki fyrr en um seint og síðar meir. Í þessum fyrsta þætti af annarri þáttaröð Jónsmessu förum við yfir vel valin dæmi og veltum því fyrir okkur hvers vegna þau lög urðu ekki smáskífa? Við förum um víðan völlinn í þessum þætti sem fyrr, allt frá hugljúfum tónum og upp í argasta þungarokk, og svo auðvitað allt þar á milli. Ekki gleyma að gefa þáttunum stjörnur og/eða skrifa við þá ykkar hugleiðingar eða athugasemdir hvort sem um er að ræða á t.d Spotify eða á Facebook síðu Leikfangavélarinnar.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti ætlum við að kíkja á nokkuð sérstaka tónlistarstefnu sem kallast Shoegaze eða Skógláp. Það hafa ekki allir verið sammála um það í gegnum tíðina hvort það sé niðrandi nafn eða ekki á þessa stefnu, en eitt er víst að um er að ræða réttnefni. Ekki urðu öll böndin sem stunduðu skógláp þó neitt gríðarlega stór eða fræg en það eru alltaf einhverjar undantekningar. Í Jónsmessu númer 6 kynnum við okkur Skóglápið betur og rýnum í nokkrar slíkar hljómsveitir, og allt er þetta í boði Budweiser Budvar (0,0%).
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í Jónsmessu #5 kemur Jón Agnar að borðinu með ansi skemmtilegt málefni sem gaman er að velta sér upp úr, enda er víða komið við í þættinum. Við erum að tala um hljómsveitir sem náðu ekki almennilegu flugi þrátt fyrir að hafa samt í rauninni nóg fram að færa. Einhver gæði sem urðu til þess að margir héldu að flugið yrði hærra en úr varð. Bönd sem kannski sigldu undir radarinn að mestu? Fyrir því geta verið ótal ástæður og þær hljómsveitir sem við kíkjum á urðu auðvitað misstórar, bara náðu einhvern veginn ekki að springa almennilega út. Rangir aðilar á röngum stað á röngum tíma? Já, stundum. En dauðsföll, áhugaleysi, óheppni og margt fleira kemur einnig við sögu þegar við félagarnir kíkjum á nokkur valin dæmi og heyrum sögurnar þar á bakvið.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Coverlög, tökulög eða ábreiður. Lög eftir aðra. Er eitthvað sem jafnast á við orginalinn? Eða taka honum jafnvel fram? Eða er frummyndin ávallt best? Hér görfum við í beðinu fram og aftur í þessari fjórðu Jónsmessu og sláum jafnvel fram umdeildum skoðunum. Mörg góð lög hafa verið flutt enn betur með öðrum en þeim sem flutti þau fyrst. Þá hafa mörg verri lög einmitt orðið mun betri í annarra höndum. En svo eru það lögin sem voru þegar slæm en urðu jafnvel enn verri þegar aðrir tóku þau fyrir. Hér er hið minnsta af nægu er að taka og komu því mun færri lög að en "vildu".
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Frank Sinatra - Röddin, Bláskjár gamli. Stjórnarformaðurinn. Í ár eru 25 ár síðan hann lést og sífellt minna heyrist frá þessum líkast til mesta skemmtikrafti 20. aldarinnar, þegar mið er tekið af langvinnum tónlistarferli hans og vel heppnuðum frama í kvikmyndum meðfram tónlistinni, en m.a hlaut hann tvenn óskarsverðlaun! Það má segja að herra Sinatra hafi stýrt þessu öllu með sínum hætti um tíma, og jafnvel með hjálp manna sem ekki kölluðu allt ömmu sína (eða svo segir sagan hið minnsta). En hver var Frank Sinatra? Hvaðan koma hann og hver er hans saga? Á tónlistin hans afturkvæmt einn daginn? Kemst hann aftur í móð einhvern tímann? Jón Agnar er einn af fremstu aðdáendum Frank Sinatra hér á landi og saman veltum við þessu öllu fyrir okkur og fleiru til í þessari þriðju Jónsmessu í Leikfangavélinni.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Hliðarspor út frá þekktum hljómsveitum er þekkt fyrirbæri. Fullt af frægum böndum hafa getið af sér hliðarverkefni sem hafa verið afskaplega forvitnileg í gegnum tíðina. Mörg hafa þessi „spin-offs“ náð allt frá litlum árangri og upp í framúrskarandi árangur. Í þessari annarri Jónsmessu kíkjum við á nokkur slík dæmi og komum ansi víða við líkt og áður.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Það er gott að breyta til. Við hefjum því þennan fimmta árgang Leikfangavélarinnar á nýjum lið sem við skulum kalla "Jónsmessu". Ég fékk til liðs við mig Jón Agnar Ólason tónlistarspekúlant með meiru og saman förum við í þessari fyrstu Jónsmessu í gegnum næntís áratuginn og hvað hann hafði að geyma. Jón lagði áhersluna á gleymd 90's bönd á meðan ég tók fyrir nokkra valda einsmellunga úr ýmsum áttum frá sama tíma. Það má segja að næntísið hafi verið áratugurinn þar sem rokkið varð „mainstream“. Margt af því sem kom þá fram er enn í gildi, annað hefur fallið í gleymsku þrátt fyrir vinsældir og/eða gæði. Sumt er þess virði að grafa upp, en annað má moka yfir á ný.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Eftir kærkomið og gott frí störtum við nú Leikfangavélinni að nýju. Það er komið heilt ár síðan ég fékk til mín viðmælanda hingað í þáttinn og því fannst mér svo sannarlega tími til kominn að bjóða velkominn aldeilis hreint frábæran gest. Alexander Örn Númason er fæddur þann 20. Nóvember árið 1993 og er uppalinn í Hafnarfirði. Hann er með betri bassaleikurum landsins og spilar með einni stærstu rokksveit Íslands, og hefur gert svo núna í rétt 10 ár, hljómsveitinni frábæru The Vintage Caravan. Hann lifir draum margra íslenskra ungmenna en passar þó ávallt vel upp á að sökkva ekki ofan í rokkstjörnu lífernið fræga. Alexander kom í heimsókn í Leikfangavélina og saman áttum við skemmtilegt og fræðandi "bassaspjall".
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þættinum heyrum við afar áhugaverða sögu Manic Street Preachers. Pönkband sem stofnað var í Wales árið 1986 en þróaðist síðar meir í allt aðra átt. Samt er og hefur ávallt verið afar stutt í pönkið í þeim. James Dean Bradfield, Sean Morris og Nicky Wire skipa sveitina í dag en allir eru þeir stofnmeðlimir bandsins. Þeir tóku þó inn fjórða manninn um árið og er þeirri sögu gerð sérstök skil í þættinum, enda einkar áhugaverð frásögn þar á ferð. Manic Street Preachers, eða The Manics, búa yfir ótrúlegri breidd í sínu lagasafni. M.a Pönk, Grunge, Popp og Metall. Það eru þó auðvitað ekki öll lögin þeirra góð, en í þessu safni má samt heyra með betri lögum úr hinni Bresku rokksögu, en einnig eru þar lög sem erfitt er að þola. Og ef þú þolir þau, þá verða börnin þín jafnvel næst. Þannig að passið ykkur. En hvort sem þú ert aðdáandi The Manics eða ekki, þá hvet ég þig til að hlusta á þáttinn. Það er alls ekki ósennilegt að Manic Street Preachers verði nýja uppáhalds hljómsveitin þín.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Þegar Írska hljómsveitin The Cranberries var stofnuð árið 1989 hét hún reyndar The Cranberry saw us. Hlutirnir fóru þó ekki að gerast fyrir alvöru fyrr en söngvari þeirra hætti og sveitin fann söngkonuna Dolores O´Riordan til að koma í hans stað. Hæfileikar hennar við lagasmíðar og hvað þá söng urðu til þess að bandið sló í gegn snemma á tíunda áratug síðustu aldar og voru The Cranberries á tímabili ein allra stærsta rokksveit heims. En frægð og frami getur líka tekið sinn toll. Við kynnumst hinni stórkostlegu Dolores O´Riordan "The Queen of Limerick" sem og öðrum í The Cranberries í þessum þætti og stiklum á stóru yfir farsælan feril þessa frábæra bands, allt þar til yfir lauk.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Ef Nirvana og U2 eignuðust barn? Hljómsveitina Placebo þarf vart að kynna fyrir mörgum enda eru þeir fyrir löngu búnir að sanna sig sem ein fremsta rokkhljómsveit okkar tíma. Forsprakki þessarar sveitar er afar hæfileikaríkur tónlistarmaður og með einstaka rödd. Svo er hann framúrskarandi lagahöfundur líka. Hann heitir Brian Molko og hér förum við yfir sögu hans og hljómsveitarinnar Placebo sem hann stofnaði seint á síðustu öld. Hljómsveit sem reis til frægðar afar snögglega, heldur betur. Rokk & ról og svo fullt af Íslands-tengingum í þessum þætti.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Hljómsveitin KENT var ein skærasta vonarstjarna Svíþjóðar seint á síðustu öld. Í þessum þætti af Leikfangavélinni kíkjum við á upprisu, fall og loks dauða einnar vinsælustu rokkhljómsveitar Svíþjóðar. KENT var stofnuð árið 1990 og náðu þeir hápunkti frægðar sinnar á alþjóðlegum markaði á árunum 1998-1999. En hvað gerðist svo fyrir þetta frábæra band sem virtist svo sannarlega eiga framtíðina fyrir sér á heimsvísu? Og hver er baksaga bandsins? Allt um það í þessum þætti. Saga KENT í Leikfangavélinni í þetta sinn.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Dimebag Darrell (fæddur Darrell Lance Abbott) var gítarleikari hinnar goðsagnakenndu trash metal hljómsveitar PANTERA allt frá stofnun þeirra og þar til yfir lauk. Dimebag sem hefði orðið 55 ára í ágúst 2021, hlaut skelfilegan dauðdaga í desember árið 2004 og kenna margir endalokum Pantera þarna ári fyrr, um það hvernig fór fyrir honum, m.a bróðir hans, hann Vinnie Paul Abbott, trommari Pantera. Við skoðum málið nánar í þættinum og fáum innsýn í líf og feril Pantera en með áhersluna á Dimebag Darrell. Afar athygliverð saga sem sögð er í þessum 37. þætti af Leikfangavélinni.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Roland Gift er án vafa einn af bestu og vinsælustu söngvurum níunda áratugarins enda söngrödd hans einstök sem hrífur flesta með sér. Sem söngvari hljómsveitarinnar Fine Young Cannibals náði hann toppi sínum eftir útgáfu plötu þeirra The Raw And The Cooked árið 1989. Roland Gift er 60 ára í dag (28.maí 2021) og hér förum við yfir feril hans sem og hinnar mögnuðu sveitar Fine Young Cannibals, feril sem varði þó allt of stutt í raun.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
- Mehr anzeigen