Folgen
-
Góður undirbúningur fyrir jarðhræringar skipti sköpum þegar eldgos á Reykjanesskaga hófust. Enginn átti þó von á að verstu sviðsmyndirnar myndu raungerast.
-
Hvaða áhrif hafa náttúruhamfarirnar á fólkið sem vinnur við að halda innviðum gangandi? Eða á daglegan rekstur HS Orku?
-
Fehlende Folgen?
-
Þegar fyrirtæki glíma við krísur er mikilvægt að réttar og ábyrgar upplýsingar komist hratt og vel til hagaðila, fjölmiðla og almennings. Það getur verið krefjandi í mikilli óvissu og undir miklu álagi eins og í jarðhræringunum á Reykjanesi.
-
Er eitthvað vit í að nýta sólarorku á Íslandi? Hvað er vindorka á smærri skala? Munu heimili og fyrirtæki í framtíðinni hafa eitthvað hlutverk í nýrri orkuöflun? Í þættinum er tekist á við þessar spurningar.
-
Rammaáætlun hefur ekki náð þeim árangri sem lagt var upp með fyrir aldarfjórðungi síðan. Harpa Pétursdóttir hjá Orkuveitunni og Jóna Bjarnadóttir hjá Landsvirkjun ræða mikilvægi þess að ferlið verði endurskoðað í þætti dagsins.
-
Guðlaugur Þór Þórðarson segir stjórnmálin hafa brugðist í grænorkumálum. Bretta þurfi upp ermar til að ná settum markmiðum. Ísland hafi alla burði til að verða mekka græns hugvits.
-
Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri þróunar- og auðlindasviðs hjá HS Orku og Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun fara með okkur í safariferð í gegnum frumskóg leyfisveitinga fyrir virkjanaframkvæmdir.
-
Fullum orkuskiptum verður ekki náð árið 2040 eins og markmið stjórnvalda segja til um samkvæmt nýrri raforkuspá til ársins 2060 sem Landsnet hefur gefið út. Í þættinum ræðum við þörfina á nýrri nálgun í orkumálum þjóðarinnar til framtíðar.
-
Sjálfbærni og hringrásarhagkerfi eru einfaldlega ný orð yfir hagfræðina hennar ömmu í huga Alberts Albertssonar. Í gegnum áratuga starfsferil hefur hann nýtt hugmyndafræði um fullnýtingu þeirra auðlinda sem náttúran gefur okkur og hefur hún leikið lykilhlutverk í auðlindanýtingu í Svartsengi.
-
Hagkerfi Vestfjarða er algörlega háð jarðefnaeldsneyti. Lífið snýst að miklu leyti um sjávarútveg, ferðaþjónusta og skemmtiferðaskip eru í mikilli sókn og samfélagið er háð vöruflutningum inn og út af svæðinu. Fyrir Þorstein Másson, framkvæmdastjóra Bláma, er þetta ekkert annað en tækifæri til sóknar í notkun grænnar orku.