Folgen
-
Helga Þórsdóttir og Iðunn Jónsdóttir frá Listasafni Reykjanesbæjar skyggnast inní hugarheim Master Hilarion(Snorra Ásmundsson).
Master Hilarion mun vera með hugleiðslu í Listasafni Reykjanesbæjar fyrir ungt fólk Mánudaginn 14. og Þriðjudaginn 15. Febrúar.
-
Listasafn Reykjanesbæjar kynnir sýninguna Skrápur, með Ráðhildi Ingadóttur og Igor Antić.
Ráðhildur Ingadóttir (1959) vinnur með ákveðna hugmyndafræði í verkum sínum sem hún útfærir í marga miðla; texta, teikningu, málun, skúlptúr og myndbönd, og er framsetning þeirra jafnan í margslungnum innsetningum.
-
Fehlende Folgen?
-
Igor Antić er með verk á sýningunni hjá okkur, Skrápur/SecondSkin
Igor hefur haldið fjölmargar einkasýningar og verið valinn til þáttöku á samsýningar víðs vegar í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Þar á meðal hefur hann áður sýnt á Íslandi í Nýlistasafninu á sýningunni Polylogue 158 árið 1999. Antić var sýningarstjóri Values: 11th Biennial of Visual Arts í Pancevo, Serbíu, árið 2004.
-
Ásdís Spanó og Helga Óskarsdóttir reka saman fyrirtækið MULTIS sem selur myndlist eftir íslenskt samtímalistafólk.
2. September 2021 opnuðum við í samstarfi við Multis sýninguna FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI þar sem sjónum er beint að verkum tuttugu og níu samtímalistamanna sem hafa til lengri eða skemmri tíma unnið að gerð fjölfelda (Multiple). Til þess að listaverk geti fallið undir þá skilgreiningu, þurfa verkin að vera gerð í þremur eða fleiri eintökum.
-
Benedikt (prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði) tekur fróðlegt spjall við listamanninn Steingrím sem var að opna sýninguna Tegundagreining hjá okkur í Listasafni Reykjanesbæjar.
-
Lind Völundardóttir og Tim Junge reka útgáfufyrirtækið Art 365 sem sérhæfir sig í miðlun og útgáfu á menningartengdu og sögulegu efni.
Þau eru með sýningu hjá Listasafni Reykjanesbæjar þar sem sýnd eru verk eftir ýmsa listamenn sem koma frá ólíkum áttum.
-
Við áttum fróðlegt og skemmtilegt samtal við Eirúnu og Jóní úr Gjörningaklúbbnum.
Gjörningaklúbburinn var stofnaður árið 1996 og er nú skipaður þeim Eirúnu Sigurðardóttur (f. 1971) og Jóní Jónsdóttur (f. 1972). Gjörningaklúbburinn fær innblástur úr fjölbreyttri átt og útfærir hugmyndir sínar í margskonar miðla, ásamt því að vinna þvert á listgreinar og í samstarfi við aðra. Í verkum Gjörningaklúbbsins má einnig finna femínískar áherslur, vísanir í hlutverk konunnar, þær byggja gjarnan á handverki sem tengjast heimi kvenna. Þá hefur Gjörningaklúbburinn einnig unnið út frá sköpunarkraftinum og náttúrunni á pólitískan hátt. -
Okkur var boðið í kaffi til Daða listamanns þar sem við áttum frábært spjall um listamannaferilinn hans, sýninguna sem hann er með hjá okkur í Listasafni Reykjanesbæjar og Sahaja Yoga-hugleiðslu.
-
Halldór (f. 1956) hefur búið og starfað víða, lengstan tíma á Íslandi, í Frakklandi og Japan. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar og verið valin til þess að sýna á samsýningum bæði hér á landi og erlendis.
Halldór er með nokkur verk á sýningunni okkar Áfallalandslag sem tengja áhorfandann við atburðarás áfalla sem tengjast náttúruhamförum.
-
Margréti er lektor í listum við kennaradeild háskólans á Akureyri, ásmt því að starfa sjálfstætt er hún einnig sýningarstjóri á sumarsýningunni Af hug og hjarta eftir Harald Karlsson
-
Haraldur Karlsson (f. 1967) hefur sérhæft sig í gerð tilraunakenndra vídeóverka á síðustu tuttugu árum. Hann útskrifaðist með diplóma frá Fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er með BA gráðu í vídeólist frá AKI (Academ of Arts and Industry) í Enschede, Hollandi. Hann lagði stuna á hljóðfræði og skynjarafræði (sonology) við Konunglega tónlistarskólann í Hague (The Royal Conservatoire of The Hague). Á árunum 1999-2009 var Haraldur umsjónarmaður nýmiðlaverkstæðis Listaháskóla Íslands. Hann er búsettur í Osló þar sem hann starfar sem listamaður en hefur dvalið á Íslandi allt síðasta ár. Haraldur tók þátt í að stofna raflistahátíðina Raflost sem er haldin í samstarfi við Listaháskóla Íslands, og hefur komið reglulega fram á þeirri hátíð frá upphafi.
-
Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) hóf að starfa í myndlist á áttunda áratug síðustu aldar, hann hefur unnið með fjölbreytta miðla og ólík viðfangsefni m.a. menningararfleið Íslendinga, þjóðsögur og hjátrú.
Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1975 og 1978, er einnig menntaður í Edinborg og Helsinki og stundaði framhaldsnám í Hollandi 1980 – 1983.
Steingrímur hefur haldið fjöldamargar einkasýningar síðan 1977, ásamt því að vera valinn til þess að taka þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og alþjóðlega.
Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2007 með verkið Lóan er komin sem samanstendur af 13 sjálfstæðum verkum og þar á meðal er Gerðið sem sýnt er á Listasafni Reykjanesbæjar.
-
Loji Höskuldsson útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hann hefur spilað með mörgum mismunandi hljómsveitum í gegnum tíðina, s.s. Sudden Weather Change 2006-2012, Wesen, I:B:M:, Prins Póló, Tilfinningar vina minna og einnig undir sínu eigin nafni. Hann hefur spilað oft á Iceland Airwaves og Sónar Reykjavík og einnig túrað um Evrópu og Ameríku.
-
Áslaug Thorlacius, er myndlistarkona, kennari og þýðandi, hún er skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Áslaug hefur haldið fjölda sýninga, verið framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna og kennt í grunnskóla, háskóla og Myndlistaskólanum í Reykjavík.
-
Aðalsteinn Ingólfsson er listfræðingur, rithöfundur og sýningastjóri. Við spjölluðum um uppvöxtinn á Keflavíkurflugvelli, samstarfið við Valgerði og Listasafn Reykjanesbæjar, um listkenningar, um listnám, um Erró og svo margt fleira.
-
Aðalsteinn Ingólfsson er listfræðingur, rithöfundur og sýningastjóri. Við spjölluðum um uppvöxtinn á Keflavíkurflugvelli, samstarfið við Valgerði og Listasafn Reykjanesbæjar, um listkenningar, um listnám, um Erró og svo margt fleira.