Folgen
-
Heil og sæl. Í dag er Guðjón Þórðarson á línunni og við förum yfir lansleikinn gegn Wales og rýnum til gagns. Guðjón segir sína skoðun á hvað er að og margt fleira. Svanhvít er svo á línunni og við tölum aðeins um íslenska landsliðið í fótbolta, sem og enska boltann sem rúllar aftur af stað, íslenska karlalandsliðið í körfubolta sem mætir Ítalíu á föstudag og förum aðeins í handboltann í gær. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur.
-
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og Guðjóni Þórðarsyni og við spáum í leiki Íslands í Þjóðadeildinni gegn Svartfjallalandi og Wales ásamt því að velta fyrir okkur þjálfaramálum hjá landsliðinu og fleira. Svanhvít er svo á línunni og við tölu um körfuboltann hér heima sem og handboltann og förum nokkuð vel yfir þetta allt saman. Við spáum einnig í leiki Íslands í Þjóðdadeildinni og viljum svo minna á Faceebook síðu þáttarins, MÍN SKOÐUN, en þar kemur inn í kvöld spá ykkar fyrir leikinn gegn Svartjallandi. Vinningshafinn fær gjafabréf að upphæð 10.000kr. frá BK-kjúklingi. Takk fyrir að hlusta og takk fyrir BK-Kjúklingur.
-
Fehlende Folgen?
-
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég í Kára Kristjáni Kristjánssyni handboltasnillingi og við ræðum ítarlega um landsliðið okkar og sitthvað fleira. Þá hringi ég í Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfara kvenna í körfuknattleik og þjálfara karlaliðs Tindastóls og við tölum um kvennalandsliðið okkar og aðeins um Bónusdeildina. Þá heyri ég i henni Svanhvíti og við tölu ítarlega um Bónusdeildina og einnig um fréttir og slúður, ásamt nokkrum Krummasögum og fleiru því tengdu í íslenska fótboltanum. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Í þætti dagsins eru fjórir viðmælendur og mikið fjör. Haraldur Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur í fótboltanum spjalllar við mig um Víking í evrópukeppninni, Grindavík og næsta sumar, evrópuboltann, enska, spænska og ítalska boltann. Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka í handbolta ræðir við mig um landsliðið okkar, Olísdeildina og ferðalag Hauka til Azerbaijan. Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í körfubolta er á línunni um Bónusdeildina, hans lið og deildina ásamt að tala um Wendell Green sem Keflavík lét fara. Þá er Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri Íslensk Toppfótbolta á línunni og hann upplýsir okkur um þá fjármuni sem eru að koma í Bestu deildina og einnig hvað Víkingur er að fá í sinn hlut fyrir þessa frábæru frammistöðu Sambandsdeildinni, mjög athyglisvert. Ég er líklega að gleyma einhverju en takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur, besti kjúklingastaður landsins.
-
Í þætti dagsins er komið víða við. Arnar Daði handboltasérfræðingur er á línunni og við ræðum um landsleikinn á morgun á milli Íslands og Bosníu og einnig stöðuna í boltanum hér heima. Ég heyri í Þórhalli Dan og við tölum um meistaradeildina í fótbolta, Víking í Sambandsdeildinni, KSÍ og ráðningar þjálfara og svo tvær Krummasögur. Þá heyri ég í Svanhvíti og við förum ítarlega yfir gang mála í meistaradeildinni ásamt öðrum helstu leikjum í evrópumótunum í vikunni. Þetta og sitthvað fleira í þættir dagsins. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Í þætti dagsins er komið víða við. Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ er á línunni. ÉG hringi í Benedikt Guðmundsson þjálfara Tindastóls í körfuboltanum. Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta karla er svo í viðtali og að lokum heyri ég í Kristni Kærnested sérfræðingi þáttarins. Nóg um að vera, njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur besti kjúlli landsins.
-
Í þætti dagsins er uppgjör Bestu deildar karla með Kristni Kærnested, Svanhvíti og Þórhalli Dan. Það er nóg um að tala. Einnig er farið í körfuboltann hér heima sem og handboltann og þá einkum í leiki FH og Vals í Evrópudeildinni. Við tölum um hugsanlegan nýjan þjálfara Man.Utd. útnefningu bestu leikmanna heims og svo læðist ein Krummasaga þarna á milli. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera. Viðmælendur eru Kristinn Kærnested, Svanhvít, Guðmundur Torfason formaður Fram og Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings. Það er margt sem er rætt í dag, Besta deildin, Víkingur-Breiðablik, botnbaráttan, Valur eða Stjarnan í 3.sæti. Bónusdeildin í körfubolta, Olísdeildin í handbolta, enski boltinn, El Clasico og svo margt fleira og einni fréttir og slúður. Al Pacino kemur svo við sögu í lok þáttar. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur og ég minni á Mín Skoðun á Facebook. Á morgun verður settur inn BK-tippleikur fyrir leik Víkings og Breiðabliks.
-
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru Kristinn Kærnested, Svanhvít og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í handbolta í spjalli hjá mér. Besta deildin og öll stóru atriðin um helgina eru tekin fyrir. Meistaradeildin, Evrópudeildin, Víkingur í Sambandsdeildinni, fréttir og slúður og svo Evrópudeildin í handbolta. Ein lítil Krummasaga læðist þarna innan um líka. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur.
-
Í þætti dagsins er mikið fjör. Svanhvít er á línunni sem og Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar í körfubolta. Þá spjalla ég við Þórhall Dan. Besta deildin fer aftur af stað sem og enski boltinn. Verður Ten Hag rekinn um helgina? Viðar tjáir sig um atvikið í gær í hálfleik í leiknum gegn Grindavík og fleira til. Laugardalsvöllur er til umræðu, Börkur í Val, Olísdeildin í handbolta og margt, margt fleira. Njótið og takk BK-kjúklingur.
-
Heil og sæl og velkomin í þennan aukaþátt þar sem viðtal er við Edvard Börk Edvardsson eða bara Börk í Val. Hann hefur nú ákveðið að láta gott heita sem formaður og er frá og með 21.október hættur eftir 21 ár. Margir titlar, mikil vinna, breyttir tímar, brottrekstrar þjálfara, laun leikmanna, umhverfið í dag og margt fleira er það sem við tölum um. Njótið og takk Börkur. Og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur í þessum þætti.
-
Í þætti dagsins er nóg um að vera. Guðjón Þórðarson er á línunni og við förum yfir leiki íslenska karlalandsliðsins gegn Wales og Tyrklandi. Svanhvít er svo í spjalli um landsleikinn gegn Tyrklandi, Bónusdeildirnar í körfubolta, Sir Alex Ferguson og Man.Utd. og Kylian Mbappe ásamt Thomas Tuchel. Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH er svo í spjalli þar sem við förum yfir leikina í Evrópudeildinni í kvöld hjá FH og Val en bæði lið spila í Kaplarkika gegn andstæðingum sínum. Frábær tvenna og það er uppselt. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Í þætti dagsins er nóg um að vera. Landsliðsmál í fótbolta eru rædd(A-liðið og U-21), handboltinn hér heima, dómgæsla og fleira og svo körfuboltaumræða. Einnig förum við í aðra landsleiki í Þjóðadeildinni ásamt fleiru. Svanhvít, Kristinn Kærnested og Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta eru viðmælendur dagsins. Njótið og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Í þætti dagsins er komið víða við með þeim Kristni Kærnested og Svanhvíti. Besta deildin, enski boltinn, Bónus deildirnar í körfubolta, handboltinn hér heima, fréttir af Ten Hag, Krummasaga og margt, margt fleira. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Í þætti dagsins eru fimm viðmælendur. Guðjón Þórðarson um Bestu-deild karla, Víking í evrópukeppninni og landsliðið. Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram í handbolta um leiki gærdagsins og í kvöld ásamt fleiru t.d umfjöllun fjölmiðla, dómara og sitthvað fleira. Agla María Albertsdóttir(Breiðabliki) og Anna Rakel Pétursdóttir(Val) eru svo á línunni um úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Þá hringi ég í Svanhvíti og við tölum um Bónus-deildir karla og kvenna í körfubolta ásamt því að spá í leiki helgarinnar hér heima og í enska boltanum. Inn í þetta allt saman blandast tvær Krummasögur, sú fyrri um KR og seinni um Val. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég í Kristni Kærnested og Svanhvíti. Við förum um víðan völl skal ég segja ykkur. Bestadeildin, Afturelding, enski boltinn, meistaradeildin, Krummasaga er varðar KR, Bónusdeildirnar í körfubolta, Olísdeildirnar í handbolta og sitthbað fleira. Njótið vel og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Í þætti dagsins er komið víða við. Haraldur Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur ræðir við mig um úrslitaleikinn í Lengjudeildinni sem og úrslitaleikinn í fótbolta.net bikarnum og Bestu deildina. Við spáum í fleiri hluti eins og hvar verður heimavöllur Grindavíkur á næstu leiktíð? Svanhvít er á línunni og við tölum um enska boltann, Bestu deildina, og spáin fyrir körfuboltann svo eitthvað sé nefnt. Þá hringi ég í Róbert Gunnarsson þjálfara Gróttu í handbolta. Við tölum um flotta byrjun seltirninga á leiktíðinni og spáum aðeins í hin liðin í deildinni og næstu leiki. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Takk fyrir hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Í dag heyri í Hallgrími Jónassyni þjálfara bikarmeistara KA og ég skal bara segja ykkur að það hann er virkilega skemmtilegur viðmælandi. Þórhallur Dan er á línunni og við tölum um íslenska boltann, Dag Dan í Orlando, evrópuboltann og sitthvað fleira. Tóti Dan er svo skemmtilegur. Svanhvít er í spjalli og við förum yfir íslenska boltann, Olísdeildina í handbolta, Lengjudeildina, evrópuboltann og eitthvað fleira. Að lokum hringi ég óvænt í bikar-glaðan Halla í BK og við tölum einnig um Everton. Njótið og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og við spjöllum um boltann hér heima, bikarúrslitaleikinn á morgun, Bestu deildina, enska boltann og margt fleira. Sigursteinn Arndal þjálfari FH í handbolta er svo á línunni og við ræðum um FH og handboltann hér heima ásamt því að hita aðeins upp fyrir evrópuleikina hjá þeim en Gummarsbach kemur hingað heim 15.október. Þá heyri ég í Svanhvíti og við spáum í leikina hér heima um helgina, bikarúrslitin, Bestu deild karla og kvenna, Lendjudeildina, enska boltann, ítalska boltann ásamt því að við tölum aðeins um meistaradeildina og sitthvað fleira. Njótið og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl og velkomin til leiks. Í dag heyri ég í Björgvini Þór Rúnarssyni handboltasérfræðingi og við förum yfir málin í boltanum hér heima og ræðum einnig aðeins um útsendingar í sjónvarpi. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV í knattspyrnu karla er ánægður eftir að ÍBV tryggði sér um helgina réttinn til að leika í Bestu deildinni. Verður Hemmi áfram þjálfari liðsins? Við ræðum einnig um umspilið í Lengjudeildinni sem og Bestu deildina og bikarinn. Svanhvít er svo á línunni. Við ræðum um Bestu deildina, enska boltann, Meistaradeildina sem fer af stað á morgun og málaferlin gegn Manchester City ásamt fleiru. Njótið og takk fyrir BK-kjúklingur að vera með okkur.
- Mehr anzeigen