Abgespielt
-
Í þessum þætti hlaðvarpsins var rætt um mataruppeldi. Guðrún Inga Torfadóttir stjórnaði upptökum og spurði misgáfulegra spurninga, með spekingum úr hópi Meðvitaðra foreldra, þeim Guðrúnu Björnsdóttur og Svövu Margréti Sigurðardóttur. En í hópi sérfræðinga voru það Ása María Reginsdóttir og Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem heiðruðu okkur með nærveru sinni. Sigrún Þorsteinsdóttir barna- og heilsusálfræðingur sendi okkur jafnframt vandað innslag um rannsóknarverkefnið Bragðlaukaþjálfun sem fer fram um þessar mundir við Háskóla Íslands og deildi með okkur frábærum ráðum.
Við ætluðum okkur ólík hlutverk í þessum þætti. Við fórum yfir hvernig RIE-fræðin og kenning Ellyn Satter hafa gefið okkur frelsi og frið í matmálstímunum á okkar heimilum. Ebba og Ása gáfu góð ráð við val á matvælum og fóru yfir kosti ólívuolíunnar og Omega 3 olía. Við fórum yfir mataruppeldið sem við ólumst upp við sjálfar. Við ræddum sérkenni íslensku matarmenningarinnar, þar sem sykur er allsráðandi á laugardögum og í afmælum, og hvort hægt sé að mæla með því að gefa börnum svonefndar skvísur. Við fórum yfir gerð boosta. Þá var farið yfir „barnið borðar sjálft“ aðferðina við að gefa ungabörnum mat. Við ræddum um hvernig erfitt getur reynst að rjúfa samhengið sem við búum til á milli sætinda og þess að hafa gaman og sýna væntumþykju og hvernig við setjum sæt matvæli upp á stall gagnvart leiðinlegum hollum kostum. Þá ræddum við hvernig við tæklum aðra fjölskyldumeðlimi og vini sem vilja gefa börnum okkar sæta og gómsæta kosti sem við sem foreldrar myndum ekki velja alla jafna. -
Í þessum 12. þætti berst talið að systkinasamböndum. Hvernig getum við búið barn undir komu systkinis og staðið með því í gegnum hegðunarerfiðleika við þau umskipti? Og ólumst við sjálf upp í hlutverkum sem við báðum aldrei um og erum jafnvel að endurtaka leikinn með okkar eigin börn? Það getur loks verið eldfimt ástand þegar systkini rífast og slást og foreldrarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Allt þetta og fleira til bar á góma.
Þær sem mættu í hljóðver að þessu sinni úr hópi Meðvitaðra foreldra voru Eva Rún Guðmundsdóttir, Guðrún Birna le Sage, Kristín Björg Viggósdóttir, Svava Margrét Sigurðardóttir og upptökum stjórnaði Guðrún Inga Torfadóttir.
Bókin Siblings Without Rivalry eftir Adele Faber og Elaine Mazlish var m.a. grundvöllur umræðnanna en einnig spurningar sem bárust á Instagram reikningi Meðvitaðra foreldra. En svo var farið að sjálfsögðu yfir eigin reynslusögur og vitnað í m.a. Judy Dunn auk auðvitað okkar eigin Kristínu Maríellu sem er óstöðvandi uppspretta innblásturs í þessum efnum sem öðrum.
Þá sendu þær Sigrún Yrja Klörudóttir og Pálína Ósk Hraundal jafnframt inn frásagnir sínar hvað varðar leik og útiveru og að setja upp leiksvæði og verkefni fyrir börnin þeirra. Þær eru annars vegar í Osló og hins vegar á Reyðarfirði og áttu því ekki heimangengt til okkar en spá í leik og útiveru alla daga og eru hafsjór af ýmsum fróðleik þessu tengdu. -
Bjartur Guðmundsson, leikari og árangursþjálfari, mætti í topp tilfinningalegu formi til Guðrúnar Ingu Torfadóttur í spjall, þar sem erfitt var að heyra hver væri að taka viðtal við hvern. Farið var yfir alls konar; hvaðan hann kemur í sinni hugmyndafræði, triggerabaráttuna, hvernig sé hægt að koma inn breytingum í líf sitt og vega og meta hegðun sína eftir líka gæði upplifana og þeim þörfum sem liggja að baki, sykurfíkn, að sætta sig við sjálfan sig í dag en vilja betur fyrir sig í framtíðinni á sama tíma, hvernig hann kynntist RIE mjög nýlega í fyrsta sinn við að fara á námskeið hjá Kristínu Maríellu og er enn að melta lærdóminn þar og ætlar mögulega að skoða sjálfur hvort hann geti aðeins sleppt tökunum af þjálfarahlutverkinu og leyft barninu sínu að fara í gegnum tilfinningarnar sínar, Öldu Karen og framtíðar- og fortíðarsjálfið, dans- og íþróttaiðkun barnanna okkar, skjánotkun, og fór svo í lokin yfir nokkur ráð fyrir okkur að líða strax aðeins betur.
Þið finnið meira um Bjart á optimizedbjartur á Instagram. -
Í dag er komið að umræðuefni marsmánaðar: að kenna eða kenna ekki. Foreldrar eru oft spenntir að sjá börnin sín ná hverju þroskaskrefinu á fætur öðru. Auðvelt er að gleyma sér og bíða spennt eftir lokaniðurstöðunni frekar en að fylgjast með og njóta hverrar stundar. Er fyrr endilega betra? Eða er kannski barnið þitt að gera akkúrat það sem það á að vera að gera, einmitt nú?
-
Gummi Kíró eða Guðmundur Birkir Pálmason er maður með marga titla á ferilskránni. Harðkjarnaður Hornfirðingur, fyrrum vaxtarræktarkappi og vann sem einkaþjálfari í rúman áratug áður en hann menntaði sig í kírópraktík í Svíþjóð.
Gummi stundar Crossfit af kappi og því eldri en tvævetur í sölum ræktar og með mikla þekkingu á líkamanum, hreyfingu og meiðslum.
Hann stofnaði kírópraktorstofu í Stokkhólmi eftir nám en flutti svo aftur á fósturjörðina og opnaði Kírópraktorstofu Reykjavíkur í Faxafeni þar sem hann beitir töfrum sínum.
Hann á einnig Kiropraktik Stholm í Stokkhólmi, og fer reglulega þangað að kenna og starfa.
Hann er líka listmálari undir listamannanafninu NORR og málar stórkostleg málverk sem prýða marga stofuna innanlands sem utan.
Sannarlega margir hæfileikar sem lúra í þessum massaða skrokki.
Í þessum þætti bergjum við af ótæmandi brunni visku hans um líkamann, liðleika, hreyfiteygjur stoðkerfið, algeng meiðsli í Crossfit, og komumst að því hvað kírópraktórar gera eiginlega í vinnunni.
Hann deilir með okkur sótsvörtum almúganum hvað við getum gert til að styrkja og auka liðleika í gegnum hreyfiteygjur fyrir mjaðmir, bak, axlir og rass til að minnka líkur á meiðslum.
Instagram
@gummikiro @kirorvk
facebook.com/norrart
www.kirorvk.is
Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’
Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur.
Afsláttarkóðar:
Veganbúðin: ragganagli
Under Armour: ragganagli
Hverslun.is ragganagli20
www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
24iceland: ragganagli20