Abgespielt

  • Þriðja og trúlega besta Twilight-myndin er nú komin undir smásjánna og sést það aldeilis að hún er sú dýrasta í röðinni… til þessa. Þau Íris, Emma Lilja og Tommi halda áfram með óformlega greiningu á köflum þessa fantasíuheims.

    Nú er aftur búið að skipta um leikstjóra en einnig hefur andstæðingnum verið skipt út fyrir Bryce Dallas Howard. Spennan magnast úr öllum áttum; orrusta er í uppsiglingu og Bella gerir sitt besta til að leika Sviss á meðan Edward og Jacob halda áfram að urra á hvorn annan.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Hryllingur og huggulegheit

    03:28 - Nýja Victoria

    05:55 - Útskriftaræða Jessicu

    08:35 - Ekkert er nei-svar

    13:29 - Heimtufrekur Jake

    17:52 - Ljótur trúlofunarhringur

    19:56 - “Mesta diss í heimi”

    24:24 - Óstöðugt bandalag

    29:00 - Riley bara “einhver gæi”

    33:48 - Taha Aki nóg

    36:00 - Hvað ætlar Bella að gera?

  • Nýjasta myrka furðuverkið frá meistaranum Robert Eggers hefur svo sannarlega verið á vörum margra nú í byrjun nýja ársins. Á meðal þeirra sem sitja ekki á skoðunum sínum eru Bíófíklarnir Kjartan og Tommi sem nú taka á móti Krumma Laxdal, kennara, listamann og sérfræðing í vampírufræðum…

    Margir vilja meira að umrædd kvikmynd sé með betri aðlögunum á ‘Drakúla’-sögunni þó meginstraumurinn hefur gjarnan mikið klórað sér í hausnum yfir velgengninni.

    En hvernig stenst Nosferatu samanburð við fyrri verk leikstjórans? Er myndin meira í stílnum en sögunni? Gengur hún upp sem hrollvekja eða mögulega eitthvað allt annað eða jafnvel miklu meira en það?

    Opnum líkkisturnar, skellum okkur í períóduvæna búninga og könnum málið.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Krummi langi

    07:46 - Saga Nosferatu

    14:46 - Filmógrafía Eggers

    22:50 - Nýja túlkunin

    35:20 - Tónn og stíll

    49:08 - Meira er meira

    01:04:05 - “Ekkert glimmerkjaftæði”

    01:09:02 - Að beisla eitthvað óbeislað

  • Nýjasta kvikmyndin frá Sean Baker, Anora, með hinni óviðjafnanlegu Mikey Madison er í brennidepli (með spoilerum, sorrý…) að sinni - en margir hverjir líflegu útúrdúrarnir eru aldeilis ekki ábótavant.

    Óli Hjörtur Ólafsson er á meðal teymisins hjá Bíó Paradís þar sem margar hverjar sögurnar fylgja stemningunni þar. Óli sest við míkrafónana ásamt Kjartani og Tomma til að ræða bíóást, vænan haug af ómetanlegum og eftirminnilegum minningum tengdum kvikmyndahúsum, svo sem yfirlið og sali sem hurfu.

    Sem áður eru hlustendur hvattir til að (fyrst og fremst SJÁ ANORA, og…) hlera delluna alla eins og hún leggur sig.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Paradís og sterkar bíóminningar

    25:19 - Mótandi og framúrskarandi kvikmyndaárin

    33:07 - Anora - með spillum

    40:11 - Lokasenan

    53:05 - Mikey og fleiri framúrskarandi

    01:06:00 - Baker kann sitt fag

    01:10:50 - ‘Ofmetið/vanmetið’ dilemman

  • Geimþvæla í boði fjölhæfa grínarans Mel Brooks. Þarna er Star Wars ásamt aragrúa af sci-fi sett í stóran sælgætisgraut af paródíu. Óumdeilanlega er myndin ólgandi barn síns tíma og hefur sjaldan verið talin með bestu Brooks-myndunum, en sjarmi og aðdráttur vitleysunnar er krufin í þaula að sinni.

    Atli Freyr Bjarnason, dyggur aðdáandi Spaceballs, er sestur með Kjartani og Tomma til að ræða ágæti góðrar steypu; jafnframt vægi nostalgíu og meta þeir einnig stöðuna á Star Wars vörumerkinu í gegnum árin.

    Þá er upplagt að skella á sig hjálmana og fíra upp geislaverðin.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Úr hryllingi í grínið

    08:06 - Eitt stórt geimskip

    11:49 - Kjartan væbaði ekki

    14:10 - “Þú verður að elska efnið”

    17:20 - Fimmaurafjör

    25:32 - Hver er tilgangurinn?

    29:48 - List að gera góða steypu

    36:26 - Absúrdleikinn í geimsápunum

    41:49 - Yfir í Star Wars…

    50:02 - Þegar ‘internetið’ röflar

    57:01 - “Niche nördó”

    01:03:04 - Snotty “bímar” og Andor

    01:09:00 - Spaceballs 2

  • Bíófíklar hefja göngu sína með sprelli og þeir Kjartan og Tómas skelltu sér á eina umtöluðustu og án efa umdeildustu stórmynd þessa árs, Joker: Folie à Deux!

    Eftir miklar vinsældir fyrri myndarinnar er aldeilis öllu tjaldað til í framhaldinu og meira að segja hefur hin ofurhæfileikaríka Lady Gaga bæst við leikhópinn til að deila sviðinu með Joaquin (e. ‘Wah-keen’) Phoenix.

    Þá rifja Bíófíklar einnig upp fyrri myndina og eru ekki yfir það hafnir að detta í útúrdúra með hressilegum reynslusögum úr bíói - eða réttar sagt sögur af ósiðum í kvikmyndahúsum.Efnisyfirlit:00:00 - Málning að þorna, í mynd!07:43 - Double feature sýningar12:10 - Joker39:20 - Joker: Folie à Deux - Án spoilera55:11 - Spoiler-umræður

  • Fílar þú Tarantino-myndir með smá beittum viðsnúningi? Þá eru býsna góðar líkur að Strange Darling haldi þér við sætið þitt. Verst er þó að erfitt er að tala um myndina án þess að kafa dýpra í hana og spilla fyrir, en bíófíklarnir Kjartan og Bríet Birgisdóttir hvetja hlustendur að kíkja á Strange Darling sem allra fyrst - og vera síðan með í umræðunni.
    Þetta verður stuð!

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Án félagsskaps í bíó

    04:47 - Strange Darling, án spoilera

    07:50 - Spoiler-umræða

  • Hvers vegna?...

    Það er góð spurning.

    Upp kom sú áskorun í miðjum Gladiator II þætti að þyrfti að taka fyrir hina alræmdu og vægast sagt umdeildu kvikmynd, Saló o los 120 días de Sodoma.

    Sökum þess hversu mikil áskorun þykir að þrauka gegnum þá ógeðfelldu mynd, var eflt til enn stærri áskorunar að para þessa þjáningarperlu við ruslmynd um krútthvolpa í geimnum. Hvor er átakanlegri til áhorfs
    Hver veit, kannski eiga Saló og Space Buddies eitthvað meira sameiginlegt en fyrst ber að geta…

    Kjartan hafði vit fyrir því að vera fjarri þessum viðbjóði en auk Tómasar eru nú við mækana þau Íris Árnadóttir, Friðrik Önfjörð og Atli Sigurjónsson.

    Setjið ykkur í stellingar…

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Af hverju?

    01:50 - Space Buddies…

    29:13 - Bíddu, ha??...

    31:01 - Saló

    50:25 - Vítahringurinn

    01:14:09 - Skítahringurinn

    01:23:42 - Blóðhringurinn

    01:39:50 - “Rosalegur stemmari”

    01:42: 35 - Hvað segja bændur?

  • Katla Marín Þormarsdóttir er upprennandi handritshöfundur og fjölsnillingur sem vildi sérstaklega fá að taka fyrir jólamyndina sem fólk annaðhvort er (a.m.k. Í seinni tíð) farið að hata að elska, eða það elskar að hata.

    Það má mikið og lengi deila um það hvernig Love Actually eldist, svona í bland við óneitanlegu styrkleika myndarinnar, en Katla og Tommi kafa grimmt ofan í ásetning Richard Curtis með þessari froðuepík sinni.

    Er allt neikvæða umtal myndarinnar kannski bara kjaftæði og leynist hér raunverulega dásamleg jólaperla? Eða er orðspor myndarinnar jafnvel komið svolítið út af sporinu, þannig að eftir stendur glansandi veisla sem validerar hinar vafasömustu hegðanir?

    Könnum málið. Með slaufu.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - ’Karlamyndir’ og ‘feelgood’ myndir

    05:06 - Breitt mengi jólamynda

    09:20 - Af hverju Love Actually?

    11:31 - Sara og Carl

    14:30 - Á gráu svæði

    17:01 - Keira Knightley og dúddarnir

    20:01 - Nakin og feimin

    22:50 - Síminn ekki á silent

    26:20 - Elsku Hugh

    29:00 - Sam og Colin

    34:13 - Senuþjófurinn Nighy

    38:30 - Fjórir valmöguleikar

    44:10 - Aðrar Richard Curtis myndir

    48:00 - Sjónarhorn gauranna

    50:01 - Aðeins um… Die Hard?

    53:03 - Ást og bullandi meðvirkni

    56:53 - Fúttið sem vantar

    01:01:57 - Meira grand í minningunni

  • …ásamt Shock Treatment (1981)!

    Salvör Bergmann er leikstjóri, handritshöfundur en ofar öllu bíófíkill út og inn. Ást hennar á The Rocky Horror Picture Show er afar marglaga og færa þau Tommi rök fyrir þeim fjölda laga sem laumast þarna á milli stuðlagana. Þá er költið og kúltúrinn á bak við Rocky Horror fyrirbærið ótvíræður - en óneitanlega umræðuverður.

    Er Rocky Horror samt of mikið meginstraumsmegin í lífinu núna til að kallast enn þá ‘költ’ mynd?

    Og ef hún er költ-mynd, hvað er þá sjálfstæða framhaldið og hvar eru aðdáendur hennar?

    Upp með netsokkabuxurnar og verið með í stemningunni.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Úr hamstrahjólinu í bíógerð

    08:38 - Spólurnar á Selfossi

    11:19 - The Rocky Horror Picture Show…

    18:55 - Ekki vera eins og Hapschatt-hjónin

    22:13 - Bíóást O’Briens

    26:00 - Úthverfafólkið Brad & Janet

    29:45 - Þessar varir!

    34:08 - Saga úr Berlín

    40:40 - Töff og taumlaus Curry

    46:01 - Krumpaðu jakkafötin, mar!

    50:33 - Sögur frá hjartanu

    53:38 - Shock Treatment, beibí!

    01:01:33 - ‘The Brad & Janet Show’

    01:08:15 - Forpakkaðar B-myndir

    01:15:03 - Rokkstjörnuklipparar

    01:25:15 - Eðalteymi í kvikmyndagerð

    01:30:00 - Komandi verkefnin

  • Twilight-serían var aldeilis barn síns tíma sem óumdeilanlega virðist hafa fengið einhverja létta endurvakningu hjá yngri kynslóðinni. Í áraraðir hefur verið réttilega gert stólpagrín að rauðu flöggum þessara sagna úr smiðju Stephenie Meyer, en því verður ekki neitað að við fengum fjölmargt gefandi úr þessu fyrirbæri líka.

    Íris Árnadóttir er sest niður með Tomma ásamt (talandi um börn tíma síns...) elstu dóttur hans, Emmu Lilju Rizzo, sem átti hugmyndina að stökkva þessari seríu örlítið til varnar. Þá ræða þau þrjú jákvæðari(...ish) og langlífari þættina við þessa stórfrægu kvikmynd sem fylgir fyrirbærinu sem lengi vel var og hefur verið vinsælt að hata.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Hryllingsmyndir og söngleikir

    02:02 - Imprintað á Twilight

    07:15 - Að endurheimta unglingamyndirnar

    12:00 - Karakterarnir eru “nóg”

    19:59 - Charlie er drengur góður…

    24:30 - Hrollur á æskualdri

    29:20 - Ekkert frábær redding…

    34:01 - Úr ljósaskiptunum í indíið

    41:41 - Biturð yfir hljóðblöndun

    46:22 - Hreimur einn

    50:20 - Er Bella slæm vinkona?

    55:14 - Bara eðlilegar vampírur

    01:01:19 - Partístemningin við Twilight

    01:05:40 - Þessir vængir!... og kossinn

    01:10:00 - Forboðni ávöxturinn

    01:18:02 - “Breytideit” og Charlie

    01:24:49 - Íste og granatepli

    01:29:51 - Föl, flex og söngleikir?

    01:36:00 - Lúkkið á öllu

  • Oddur Ævar Gunnarsson er fjölmiðlamaður og annar helmingur tvíeykisins úr hlaðvarpinu Tveir á toppnum. Bíófíklarnir Kjartan og Tommi þekkja Odd prýðilega en kauði hafði ekki minnstu hugmynd um hvað tökurnar myndu snúast um þegar hann samþykkti gestaboðið, en hann mætti.

    Almáttugur hvað hann mætti!

    En þá er komið að næstu lotu reglulausa og handahófskennda spurningaleiksins Súrt og svarað.

    Vertu memm!

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Einn á toppnum

    05:17 - Ef þú værir Disney…

    10:54 - “Eingöngu með sokkabrúðum”

    15:27 - Notagildi, ekki lengd

    21:19 - ‘The Miserables’

    33:00 - Rétt eftir sambandsslit…

    37:49 - Gredda í Tarantino myndum

    43:14 - Ef þú myndir endurgera…

    50:05 - Knappt og langt söguform

    01:03:00 - Anderson-þrennan

    01:07:22 - “Hálfviti með geislasverð”

    01:13:25 - Það sísta af því besta

    01:21:27 - Tinder-prófíll Orloks

    01:26:23 - Bönd sem hljóma vel

    01:35:30 - Mjallhvít eða Mein kraft…

  • Hvaða kvikmyndasería hefur átt stærsta gæðahrapið? Hvaða MCU myndir geta staðið sjálfstæðar? Hversu eftirminnilegar eru konurnar í Christopher Nolan myndum? Eru Buddies myndirnar minni refsing en Zack Snyder myndir?

    Kjartan, Tommi og Atli Freyr stíga aðeins út fyrir formið að sinni og spreyta sig á snarrugluðum spurningarleik. Þessu fylgir ekkert sett af tilteknum reglum annað en að hver og einn svari eftir eigin skoðun og rökstyðji sitt ‘hvers vegna?’ svar eftir bestu og hressustu getu.Ekki svo gleyma að kjósa um hver þér þótti koma með skemmtilegustu svörin í meðfylgjandi könnun!

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Reglur um engar reglur

    02:10 - Spurt um gæðahrap

    10:04 - Zack Snyder Buddies

    12:10 - “Þessi hefur issjús…”

    18:13 - ‘Sjálfstæðar’ MCU seríur

    25:40 - Freddy vs Sauron

    34:10 - Að enda á toppnum

    40:24 - Eitruðustu hóparnir?

    45:45 - Konur í Nolan myndum

    49:10 - Gæðastökk og söngleikir

    52:56 - Leitin að meistaraverkinu

    01:02:36 - Pöddufullir af kjaftæði

  • Októbermánuður er tími drungalegra bíómynda eða hryllings af hvaða tegundar sem er og partímyndin From Dusk till Dawn er fínasta tilefni til Hrekkjavökugláps. Þessi subbulegi en eiturhressi bræðingur frá þeim Robert Rodriguez og Quentin Tarantino hefur einkennilegan strúktúr og Kjartan fékk verulega að kynnast því þegar hann horfði á myndina í fyrsta skiptið.

    Það sama á við um okkar gest að sinni, en horror-unnandinn Friðrik Önfjörð er sestur í stúdíóið til að ræða ómælanlegu ást sína á myndinni.

    00:00 - Listin að vera þriðja hjólið
    01:20 - Hryllingsmyndir í október
    08:29 - Kjartan um myndina
    27:24 - Öfug upplifun Friðriks
    38:25 - Tommi lofar partípakka
    49:51 - Einkunnir

  • Friðrik Önfjörð skoraði á Kjartan til að horfa á þessa umræðuverðu leikstjórafrumraun frá Ari Aster sem naut gífurlegra vinsælda á sínum tíma en hefur lengi vel skipt fólki í fylkingar, hvað gæði og hrylling varðar. Leiksigurinn hjá Toni Collette er vissulega ótvíræður og flestir geta verið sammála um almenn óþægindin í Hereditary, en hvað með allt hitt?

    Ólíkar upplifanir þeirra Frikka, Kjartans og Tomma um myndina ber með sér skrautlega niðurstöðu sem ber að hlera.

    Ath. Öll umræðan inniheldur spilla - og nokkra gleðispilla.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Aftur að... Marvel...

    04:50 - Af hverju Hereditary?

    11:01 - Ari Aster er prakkari

    14:51 - Upplifun Kjartans

    20:10 - Ættgengir kvillar

    27:30 - Sorgin og eymdin

    34:34 - Amma skrattans

    44:09 - Hægur bruni og stór útúrdúr

    56:15 - Vesenið að halda öllu saman

    01:00:40 - Andlegt/yfirnáttúrulegt

    01:09:20 - Samantekt

  • Jordan Peele setti veröldina á hliðina með fyrstu kvikmynd sinni, Get Out, og réttilega svo. Það er svo margt og mikið til að ræða við þessa óvenjulegu hrollvekju þar sem þó er sjaldan stutt i grínið.
    Friðrik Önfjörð hryllingsséní er sestur aftur við míkrafóninn hjá Bíófiklum og leiðir þá jafnt og hlustendum í gegnum sína fyrstu upplifun á þessum stórsmelli Peels.Efnisyfirlit:
    00:00 - RÚV þýðingar
    03:55 - Af hverju Get Out?
    10:02 - Allt er óþægilegt
    14:15 - Spoiler-umræða héðan í frá
    20:05 - Dáleiðandi effektar
    31:51 - Mismunandi endar
    40:01 - Upphafið speglar lokin

    55:11 - Einkunnir

  • Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður með meiru og oft kenndur við nafnið Atli Kanill, er sestur við míkrafóninn að sinni og færir sterk rök fyrir menningarlegu mikilvægi stoltu “cash-grab” myndarinnar Space Jam.

    Hér snýr ofurstjarnan Michael Jordan bökum saman við teiknimyndafígúrur til að bjarga dægurmálapersónum frá gráðugum braskara sem svífst einskis til að snara þær í viðbjóðslegan skemmtigarð úti í geimnum.

    Tilvist og úrvinnsla myndarinnar er mikið frávik en sagan á bakvið gerð hennar og legasíu er vægast sagt umræðuverð, ef ekki stórmerkileg.
    (…og með legasíu er alls ekki átt við um framhaldsmyndina, Space Jam: A New Legacy…)

    Hefjum þá leik!

    Efnisyfirlit:
    00:00 - “Níðingsskapur á filmu”
    03:10 - Af hverju Space Jam?
    08:20 - Markaðsbóla í brennidepli
    14:52 - Stórkostlega samantekt ChatGBT…
    21:11 - Varningur í bílförmum
    25:15 - Litli Jordan og R. Kelly
    31:06 - Beint út í geim
    33:56 - Newman, fjölskyldan og boltinn
    42:00 - Gestarullur allsráðandi
    44:30 - Tengslanetið, sko…
    54:01 - Af hverju er Lola kynbomba?
    57:41 - Skór og stuttbuxur
    01:00:20 - Óvæntur gestur laumast í settið og fer
    01:02:15 - Atli segir sögu
    01:09:40 - Fyrstu minningar
    01:14:12 - Leynidjús Jordans
    01:16:36 - Þegar allt fer til fjandans
    01:21:04 - Allt annar handleggur…
    01:27:20 - “Jordan! Jordan!”
    01:32:55 - Sexföld platinum
    01:36:12 - Diss á Disney
    01:38:00 - Samantekt

  • Heilagur draugur Maximusar! Það er komið framhald af stórmyndinni og jafnvel Óskarsmyndinni Gladiator frá árinu 2000. Lengi vel hefur verið hvíslað um að vaða í framlenginguna en Ridley Scott stóðst á endanum ekki freistinguna og tjaldar heilmiklu til með Gladiator II.

    Bíófíklarnir Kjartan og Tómas fengu til sín Atla Sigurjónsson kvikmyndagerðarmann til að ræða fyrri myndina, seinni myndina, nashyrninga, hákarla, ruglið í Rómarborg á tímum þessum og að sjálfsögðu Saló.

    Jafnvel Space Buddies…

    Ykkur skal vera skemmt!

    Efnisyfirlit:
    00:00 - Hvað er Ridley Scott-mynd?
    13:50 - Tengsl allra við Gladiator
    20:31 - Þá er það Gladiator II
    24:11 - ‘Væntingar’ Atla og deilt um Denzel
    30:01 - Aðeins um hákarlana
    32:20 - Kjartan rýkur beint í spoilerana
    36:00 - Dondus og skúrkarnir
    42:06 - “Við þurftum þess ekki neitt”
    46:50 - Róm í ruglinu
    50:12 - Saló eða Space Buddies?
    52:33 - Aftur að Scott…
    58:52 - Harrison Ford (?) og nashyrningurinn

  • Hvenær er rétti aldurinn til að horfa á þessa klassík? Kjartan hefur allavega náð þeim aldri þar sem hann hafði aldrei horft á The Exorcist fyrr en á dögunum.
    Friðrik Önfjörð lagði Kjartani þá heimavinnu að kynna sér þessa kvikmynd með ferskum augum og þeir Tommi veita hafsjó af fróðleik um þessa tímamótakvikmynd frá William Friedkin og félögum.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Lítið land minnkaði meira

    05:06 - Hvar á að byrja?

    08:20 - Jæja…(spoilerar héðan í frá…)

    12:30 - Allegoríur og úrslitakostir

    14:90 - Slys og bölvanir á settinu

    26:26 - Faðir-fokkin’ Merrin

    31:39 - Bíónördisminn allur

    38:40 - Mæðgnasamband í rústum

    44:16 - “Hvora áttina ferðu í?”

    48:20 - Dauðahótanir ofl.

    53:20 - Rétti aldurinn í myndina?

    01:01:02 - Nýjasta myndin

    01:12:12 - Aftur að Merrin…

    01:20:40 - Samantekt

  • Nú er það svonefndi ‘botnlisti ‘24’, eða réttar sagt ögn ítarlegri yfirferð á vonbrigðum ársins og slakari titlum sem komu út á síðustu misserum. Vont getur vissulega alltaf versnað og er þá gráupplagt að djúpgreina aðeins hvað gerir vonda bíóupplifun að glötuðu verki eða gallaðri söluvöru.

    Kjartan og Tommi fara létt yfir neðangreindan lista og bæta smá kirsuberi á kökuna sem var fyrri hluti í uppgjöri Bíófíkla á framúrskarandi myndum ársins.

    Förum beint við yfir í skemmdu eplin… Ef svo má segja.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Hvað gleymdist?

    04:25 - Íslenska meðvirknin

    07:22 - Trap

    11:30 - Megalopolis

    21:11 - Madame Web

    35:00 - Longlegs

    40:30 - Matthew Vaughn og Zack Snyder

    51:18 - Venom: The Last Dance

    54:58 - Borderlands

    01:04:50 - Alien: Romulus

    01:09:50 - The Crow

    01:16:42 - Ghostbusters: Frozen Empire

  • Friðrik, Kjartan og Tommi ræða nýjasta afsprengi Óskarsverðlaunahafans Bong Joon-Ho. Stórmyndin Mickey 17 með Robert Pattinson í helstu hlutverkum er merkilega aðgengileg bíómynd sem er þó alls ekki allra.

    Myndin hefur í heildina hlotið jákvæðar viðtökur en hefur margur maðurinn deilt um hvort sumt sé hreinlega of yfirdrifið eða ýkt í pólitísku ádeilunni sem á boðstólnum er. Það er svo sem nóg um kostulega vitleysu en hittir myndin tilfinningalega í mark?

    Bíófíklar skoða þessa punkta og rýna í þetta rándýra sprell kóreska meistarans.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Jason Statham myndir…

    02:40 - Ferillinn hjá Bong Joon-Ho

    08:36 - Mickey 17, án spilla

    19:02 - Pattinson púllar þetta

    24:14 - Tundurspillar hefjast

    34:00 - Helvítis matarboðið…

    39:09 - 17 og 18

    48:07 - Samantekt