Episodes

 • Stærsti íþróttaviðburður ársins fer nú um þessar mundir fram í Rússland, heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur er í byrjunarliði Lestarinnar í dag og færir okkur sinn vikulega fótboltapistil, en í dag flytur hann okkur málsvörn fyrir leikaraskap.En það er hraðlest í dag og venju samkvæmt verður farið um víðan völl: róttæk heimspeki, tónlistarkonan Eartheater, saga klifuríþróttarinnar, My friend Dahmer, tónlistartækni, heimildaljósmyndun, borgaralaun og næst vinsælasta stúlknasveit allra tíma.Föstudagslag Lestarinnar var Sphynx með frönsku hljómsveitinni La Femme

 • Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að tónlistarhátíð, einni bestu hrollvekju ársins og róttækri heimspeki.Fjórir heilir dagar af rokki, labbi, rappi, dansi, raftónlist, hoppi, klappi og á köflum volki í misblíðu veðri. Secret Solstice hátíðin fór fram í laugardanum um liðna helgi. Davíð Roach Gunnarsson, útsendari Lestarinnar var á svæðinu. Hann segir frá hátíðinni í þætti dagsins Simone Weil var róttækur heimspekingur, dulspekingur, aðgerðarsinni og raunar ýmislegt fleira. Við skoðum líf hennar og skrif nánar í þætti dagsins. Erla Karlsdóttir, heimspekingur, guðfræðingur og kennari, er gestur okkar í þætti dagsins en hún þekkir vel til verka Weil. Bandaríska hryllingsdramað Hereditary fer nú sigurför um heiminn og segja margir gagnrýnendur hana vera bestu hrollvekju ársins. Þórður Ingi Jónsson veltir fyrir sér vinsældum myndarinnar og spjallar meðal annars við myndlistarmanninn og kvikmyndaáhugamanninn Valdemar Garðar Guðmundsson um Hereditary....

 • Missing episodes?

  Click here to refresh the feed.

 • Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að gagnrýnni hugsun, klifri og nýrri tónlist. Alexandra Drewchin, sem kallar sig Eartheater, er afar sérkennileg og sérstæð tónlistarkona frá New York sem gaf nýlega út sína þriðju plötu, Irisiri. Í Lestinni í dag ræðir Þórður Ingi Jónsson við Alexöndru um líf hennar og list, flóttahyggju, rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og ýmislegt fleira. Saga klifuríþróttarinnar er villt og óhefðbundin. Frumkvöðlar hennar hafa verið bláfátækir flækingar og fyllibyttur, hippar og ofurhugar, sem hafa lifað fyrir það eitt að klífa þverhnípta fjallaveggi. Saga klifuríþróttarinnar hefur að stórum hluta átt sér stað í hinum mikilfenglega Yosemite-dal í Kaliforníu og er sú saga rakin í heimildamyndinni Valley Uprising sem er aðgengileg á Netflix. Við rýnum í myndina og ræðum við Rafn Emilsson, gítarkennara, sem fór og klifraði þekktasta klettavegginn í Yosemite-dalnum í fyrra. Í pistli sínum í dag veltir Karl Ólafur Hallbjörnsson fyrir sér gagnrýnni ...

 • Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að ljósmyndun, garðhúsgögnum og borgaralaunum.Nú á dögunum var formlega stofnað Félag borgara, eða Fellowship of citizen, hagsmunasamtök sem er ætlað að sýna fram á fýsileika borgaralauna og þrýsta á að þau verði tekin upp á Íslandi. Félagsskapurinn var kynntur á myndlistarsýningu Sæmundar Þórs Helgasonar í Arebyte galleríinu í London. Sæmundur Þór tekur sér far með Lestinni í dag. Ljósmyndir Þórsteins Sigurðssonar hafa vakið talsverða athygli á síðustu árum. Hann er þekktur fyrir að fanga íslenska jaðarmenningu sem annars ber lítið á. Undanfarin ár hefur hann unnið að verkefninu Container Society þar sem hann skyggnist inn í líf tveggja manna sem búa í gámum á Grandanum í Reykjavík. Við fræðumst nánar um verkefnið í þætti dagsins. Halldór Armand Ásgeirsson flytur að venju pistil á þriðjudegi, og í dag veltir hann fyrir sér sálfræðilegu mikilvægi garðhúsgagna....

 • Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að stúlknasveitum, raðmorðingjum, leigumorðingjum, tölvum og tækni. Tölvur og tækni hafa á undanförnum áratugum orðið allt að því nauðsynlegur hluti af allri tónlistarsköpun. Nú er svo komið að nánast öll popptónlist er að stórum hluta rafræn, hönnuð og unnin í stafrænu umhverfi. Á sama tíma getur almenningur auðveldlega orðið sér út um hugbúnað og tæki sem gerir fólki kleift að skapa tónlist í fartölvunni sinni sem hljómar eins og það allra besta í tónlistarheiminum. Við ræðum um tengsl tækni og tónlistar í fortíð, nútíð og framtíð við Steinunni Arnardóttur, verkfræðing og tónlistarkonu, sem stýrir hugbúnaðarþróun hjá þýska tónlistartæknifyrirtækinu Native Instruments. Á strætisvögnum Lundúnarborgar má nú sjá augl singaskilti með skilaboðunum: All Saints hættu aldrei nokkurn tímann að hugsa um þig. Plaggið er hluti af kynningarherferð fyrir nýja breiðskífu frá einni ástsælustu stúlknasveit tíunda áratugarins, All Saints. Við skoðum væ...

 • Það er heimsmeistaramót í knattspyrnu og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur er í byrjunarliði Lestarinnar. Í pistli sínum í dag fjallar Halldór um fantasíur heimsbyggðarinnar um íslenska knattspyrnulandsliðið og varar fólk við að festast í hlekkjunum sem draumar annarra geta verið.En það er hraðlest í dag og að venju verður farið um víðan völl: Alræðistilburðir í Rússlandi, náttúruvín, sjónvarpsþættirnir The Alienist, þjóðernishyggja, verðlaunavæðing menningarlífsins, Beyoncé og Jay-Z í Louvre, fjallkonan í dragi, danskur málari á ferð um Ísland og textagreining á íslensku rappi. Lag dagsins er Osundi Owendi með nígeríska highlife-tónlistarmanninum Chief Stephen Osita Osadebe

 • Augu heimsins beinast að Rússlandi um þessar mundir. En af nokkrum ástæðum. Margir búast eflaust við að ég tali hér um Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem nú fer fram þar í landi - en aðrir vegna þess að heimsmeistaramótið í breyttum stjórnmálum hefur nú staðið yfir í landinu í 8 ár. Það er að minnsta kosti niðurstaða bandaríska sagnfræðingsins Timothy Snyders en hann gaf á dögunum út nýja bók sem ber nafnið Road to Unfreedom, eða Vegurinn til helsis. Í bókinni fer Snyder, fremur myrkur í máli, djúpt ofan í saumana á alræðistilburðum Rússlands og pólitísk áhrif sem færast frá austri til vestur. Við rýnum í bók Snyders í Lestinni í dag með Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, doktor í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands.Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður sett í dag í fimmta skiptið. Í Laugardalnum koma fram tugir tónlistarmanna úr ótal áttum næstu fjóra daga og Davíð Roach Gunnarsson stiklar á því stærsta í dagskránni og fjallar um átta atriði sem Lestin mælir sérstaklega með....

 • Ný heimildarmynd um ferðir danska myndlistarmannsins Johannes Larsens um íslenskar söguslóðir verður frumsýnd á Íslandi á morgun þann 21. júní í Norræna húsinu. Það er danski kvikmyndasmiðurinn Erik Skibsted sem í samvinnu við rithöf­undinn Vibeke Nør­gaard Nielsen fest ferðalögum Larsens á filmu. Larsen ferðaðist um slóðir Íslendinga sagna á árunum 1927 og 1930. Höfundarnir sýna myndina í Norræna húsinu og færa hana Íslendingum að gjöf á aldarafmæli fullveldis­ins. Nielsen skrifaði um Larsen og ferðir hans í bókinni Listamaður á söguslóðum en hún kom út í íslenskri þýðingu Sigurlín Sveinbjarnardóttur árið 2015.Sigurlín fékk far með Lestinni í dag. Hún byrjaði á því að segja okkur hvernig hún kom að verkefninu.Um þessar mundir veifa Íslendingar sem og margir aðrir þjóðfána sínum, syngja þjóðsönginn og hrópa slagorð til stuðnings samlöndum sínum á fótboltavöllum í Rússlandi. Í pistli sínum í dag fjallar Karl Ólafur Hallbjörnsson, að gefnu tilefni, um hugtakið þjóðernishyggja og misv...

 • Tónlistahjónin Beyoncé og Jay Z læddust heldur betur upp að heiminum um helgina, eins og venjan er orðin í tónlistarheimi samtímans. Þau gáfu út sameiginlega 9 laga plötu undir listamannaheitinu The Carters og er það fyrsta platan sem þau gefa út í heild. Um helgina frumsýndu þau nýtt tónlistarmyndband við lagið heitir Apeshit og myndbandið heldur betur eitthvað fyrir augað en myndbandið er tekið upp á hinu víðfræga Louvre safni í París. Í Lestinni í dag rýnum við í nýtt tónlistarmyndband hjónanna Beyoncé og Jay Z og sláum á þráðinn til Æsu Sigurjónsdóttur, dósent í listfræði við Háskóla Íslands um þetta listræna myndband.Rapparinn XXXtentacion var skotinn til bana í Florida á mánudag, aðeins 20 ára að aldri. Hann var ein skærasta stjarna hinnar svokölluðu Soundcloud-rappsenu - ágengrar, lyfjaðrar og tilfinningaþrunginnar jaðarrapptónlistar. Það sem spilaði þó ekki síður hlutverk í frægð rapparans var ótrúleg hegðun hans, vímuefnaneysla, geðsjúkdómar og ógeðfellt ofbeldi sem hann v...

 • Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands var efnt til ráðstefnu um rapp og hipp hopp í Veröld - húsi Vigdísar. Þar var fjallað um rapp sem listform og danskir og íslenskir listamenn munu koma fram. Ráðstefnan breyttist síðan í tónleika þar sem bæði íslenskir og danskir rapparar tróðu upp. Við segjum örlítið frá efni fundarins og veltum fyrir okkur íslensku rappi, hvað eru íslenskir rapparar að segja?The Alienist eru nýir spennuþættir sem gerast í New York um aldamótin 1900 þar sem sturlaður raðmorðingi gengur laus. Áslaug Torfadóttir hætti sér í heimsókn og rýnir í þættina í dag.Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, var í gær. Hátíðarhöld fóru fram um land allt venju samkvæmt og rigningin buldi að hefðbundnum sið. Á Austurvelli voru ræður í pontu, skátar báru fána, Jón Sigurðsson hylltur og Fjallkona klæddi sig skautbúningi og flutti ljóð - Sigrún Edda Björnsdóttir flutti ljóð eftir Lindu Viljhjálmsdóttur. Fjallkonan var þó ekki ein. Í fyrsta sinn í sögunni voru fjallkon...

 • Beðmál í borginni, Anthony Bourdain, Arrested Development, drengur með hjálm, Chanel Monet, Erna Hlöðversdóttir, Glenn Branca, Snorri Hallgrímsson, Kids see ghosts og pólitískur margbreytileiki. Það er HM, augu heimsins beinast að Rússlandi. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur kemur inn á sérstaklega í tilefni mótsins og fjallar í pistli sínum um ofmetna hæfileika leikmanna og mikilvægi góðra ákvarðanna.

 • Harlem endurreisnin í Bandaríkjunum var pólitísk og félagsleg hreyfing sem hófst á 3. áratug 20. aldar. Þetta var stór og áhrifamikil listahreyfing; rithöfundar, tónlistarmenn og aðrir listamenn af afrísk-amerískum uppruna spruttu fram og tjáðu og túlkuðu breytta stöðu svartra með sínum eigin hætti. Við rifjum upp umfjöllun Lestarinnar um þetta merkilega tímabil með Hólmfríði Garðarsdóttur, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands. Í síðustu viku kryfjaði Davíð Roach Gunnarsson tvær fyrstu af þeim fimm plötum sem ódæli snillingurinn Kanye West hefur dundað sér við að taka upp á búgarði sínum í Wyoming og koma út með viku millibili um þessar muyndir. Í dag rýnir hann í þriðju plötuna sem kom út í síðustu viku, samstarfsverkefni Kanye og Kid Cudi; Kids See Ghosts. Síðastliðinn sunnudag var bein útsending hér á Rás 1 af fjölum Tjarnarbíós þar sem verkið Hjálmurinn flutt, en verkið var hluti af Listahátíð. Hjálmurinn er eftir rithöfundinn Finn-Ole Heinrich og textanum fylgir tónlist eftir n...

 • Snorri Hallgrímsson, tónskáld og framleiðandi, gefur frá sér sína fyrstu sóló breiðskífu á föstudaginn. Þó platan sé hans fyrsta þá hefur tónlist hans slípast í gegnum margra ára reynslu af kvikmyndatónsmíðum. Snorri er gestur okkar í þætti dagsins. Þarf lífvera að vera mennsk til að njóta réttinda? Hvers konar réttindi fylgja meðvituðum smíðisgripum mannsins á borð við gervigreind, klónað fólk og vélmenni? Í Metropolis seríu sinni glímir tónlistarkonan Janelle Monáe við réttindamál vélmenna í martraðarkenndri framtíðarsýn. Og við höldum áfram hugleiða um mannslíkamann, en í pistli sínum í dag fjallar Karl Ólafur Hallbjörnsson um líkamleika og miðlun samfélagslegra sýndarmynda. Hann spyr: Hvernig lærum við að skilja líkamann gegnum samfélagsmiðla?

 • Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að menningarfyrirbæri sem á umþessar mundir 20 ára útgáfuafmæli, einnig verður hugað að bandarísku tónskáldisem lést fyrir rúmum mánuði, og fundi alþjóðlegra leiðtoga sem fór fram í nótt aðíslenskum tíma. Nú eru tuttugu ár frá því sjónvarpsþættirnir, og menningarfyrirbærið, Sex and theCity, eða Beðmál í borginni, hófu göngu sína. Við rifjum upp þættina í dag ogspyrjum: Eiga þeir erindi í okkar samtíma? Heimildarmenn okkar verða AlexandraÝr van Erven og Hrefna Björg Gylfadóttir. Í pistli sínum í dag fjallar Halldór Armand Ásgeirsson um leiðtogafundinn íSingapúr og flugvélar fullar af sokkum. Þórður Ingi Jónsson fer síðan yfir ævi og feril bandaríska tónskáldsins GlennBranca en hann lést úr krabbameini í hálsi í maímánuði, 69 ára að aldri. Brancaspilaði lykilrullu í hinni svokölluðu no wave listasenu sem spratt upp í New Yorkseint á áttunda áratugnum og var þekktur fyrir drunandi gítarorkestrur þar semhann ýtti hljóðfærinu ...

 • Í lestinni í dag verður meðal annars hugað að kjólum, nýjum en þó gömlum sjónvarpsþáttum og fjölmenningarlegum marbreytileika. Gamanþættirnir Arrested Development voru fyrst sýndir árið 2003 og gengu á sjónvarpsstöðinni Fox í þrjár þáttaraðir. Þrátt fyrir að vera vinsælir meðal gangrýnenda var áhorf á þá lítið og því ákvað Fox að taka þá af dagskrá. Þættirnir áttu sér þó alltaf gallharða aðdáendur og sífelt fjölgaði í þeim hópi eftir því sem fleiri uppgötvuðu þá og öðluðust þeir fljótt költ-status sem einhverjir bestu gamanþættir sögunnar. Netflix gerði samning um framleiðslu á þáttunum árið 2013 og hefur streymisveitan nú gefið út tvær þáttarraðir. Áslaug Torfadóttir, sjónvarpsrýnir Lestarinnar, rýnir í nýjustu þáttaröðina, þá fimmtu, sem frumsýnd var á dögunum. Einn af af hverjum tíu íbúum Íslands í dag er innflytjandi, aðfluttur Íslendingur. Íslensk stjórnmál og valdastofnanir landsins eru þó ekki enn farnar að sýna slíkan fjölmenningarlegan margbreytileika. Við ræðum við Guðrú...

 • Við sögu í Hraðlest í dag kemur meðal annars frímerkjasöfnun, sjónvarpsþátturinn Killing Eve, umdeild auglýsingamynd, náttúruást, bullstörf, vinsælasti tölvuleikur heims, minningar úr síðari heimsstyrjöldinni og pólitískur djass

 • Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að nýrri tónlist, frímerkjum og umdeildum kenningum Jordans Peterson. Við kíkjum á verðmæt frímerki og ýmiskonar söfn í þætti dagsins. Norræna safnarasýningin Nordia 2018 fer fram í TM-höllinni í Garðabæ um helgina, en sýningin er stærsti viðburður norrænna frímerkjasafnara á árinu. Við röltum um sýninguna með Sigurði R. Péturssyni, safnara og formann sýningarnefndar. Karl Ólafur Hallbjörnsson fór á fyrirlestur kanadíska sálfræðingsins Jordan Peterson í vikunni og í pistli dagsins veltir hann fyrir sér kenningum og vinsældum þessa gríðarlega umdeilda höfundar. Davíð Roach Gunnarsson rýnir síðan í nýjustu plötu Pusha T.

 • Stríðsminningar, vinsælasti tölvuleikur heims og kaldhæðni sem lífstíll. Þannig hljómar leiðarlýsing lestarinnar í dag. Hinn litríki og líflegi fjölspilunar-skotleikur Fortnite: Battle Royal er einn allra vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir. Hann virðist höfða sérstaklega til barna og ungmenna, og ólíkt flestum slíkum leikjum er hann ekki síður vinsæll hjá stelpum en strákum. Við ræðum við Bjarka Þór Jónsson, ritstjóra tölvuleikjavefsins Nörd norðursins, um gríðarlegar vinsældir Fortnite. Katrín Ólafsdóttir Mixa bjó í Austrurríki á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Árið 1947 gaf hún út endurminningar sínar í bók sem nefnist Liðnir dagar. Bókin er eins konar dagbók sem Katrín hélt úti á meðan stríðinu stóð. Þar lýsir hún hversdagslegu lífi á tímum síendurtekinna loftárása, óvissu og óöryggis, glundroða, flótta og tvístrunar fjölskyldu og vina. Sonur hennar, Ólafur Mixa, gegnir veigamiklu hlutverki í bókinni. Við heimsækjum Ólaf í þætti dagsins og fræðumst nánar um Liðna daga....

 • Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að nýju sjónvarpsefni, láglaunastörfum og umdeildri auglýsingamynd. BBC America hefur staðið sig vel í framleiðslu á efni þar sem konur eru fremstar í flokki bæði fyrir framan og aftan myndavélina. Nýjasta afurð þeirra Killing Eve er engin undantekning. Áslaug Torfadóttir skellir sér í njósnagírinn og fjallar um Killing Eve í þætti dagsins. Við tökum umfjöllun hennar síðan aðeins lengra að þessu sinni og rýnum nánar í þættina með Árna Sigurðssyni, sérlegum aðdáanda. Í pistli dagsins fjallar Halldór Armand Ásgeirsson um bullstörf og af hverju verðmætustu störfin eru verst borguð. "Við erum tilbúnir fyrir Rússland," lýsti Knattspyrnasamband Íslands yfir á Facebook um helgina. Færslunni fylgir litrík mynd í anda teiknimyndasagna. Moskva brennur í bakgrunni og fyrir framan eru ellefu vöðvastæltir og ofurmannlegir líkamar íslenska karlalandsliðsins tilbúnir til árásar, með skildi og spennta vöðva. Í Lestinni í dag rýnum við í umdeilda auglýsingam...

 • „Mennirnir elskuðu náttúruna svo mikið að þeir gleyptu hana í sig, eyddu henni algjörlega.“ Það er þessi ást, þessi tengsl manns og náttúru, sem er meginumfjöllunarefni dansverksins The Lover eftir Báru Sigfúsdóttur sem verður sýnt á Íslandi á Listahátíð í Reykjavík í vikunni. Bára er búsett og starfar í danshöfuðborg Evrópu, Brussel í Belgíu. Þar var The Lover frumsýnt árið 2015, síðan þá hefur það ferðast víðsvegar um Evrópu og er nú loksins sýnt á Íslandi. Bára tekur sér far með Lestinni í dag.Breska djasshljómsveitin Sons of Kemet gaf á dögunum út plötuna Your Queen is a Reptile eða Drottning yðar er skriðdýr. Platan kemur ekki út í tilefni að konunglegu brúðkaupi Harry og Meghan heldur er það hárbeitt ádeila gegn bresku konungsstjórninni. Tómas Ævar Ólafsson veltir fyrir sér drottningum og skriðdýrum í þætti dagsEveryday Africa er Instagram síða sem virðist vera hafa umbyltandi áhrif á ímynd Vestur-landabúa á Afríku. Everyday Africa samanstendur af ljósmyndurum sem koma ví...